Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Síða 62

Andvari - 01.01.1978, Síða 62
60 HERMANN PÁLSSON ANDVAHI lendingum, sem ferðuðust suður á bóginn í pílagrímsför eða annarra erinda, heldur einnig með ritum eftir tólftu aldar höfunda; sum þessi rit, heil eða í brotum, eru enn varðveitt í fornum þýðingum. I þessu sambandi má minna á Honorius Augustodensis (Elúcídaríus), Philippus Gualterus (Alexanders saga; Viðrœða æðru og hugrekkis) og Hugo a Sancte Victori (Viðræða sálar og líkama), svo að einungis þrír tólftu aldar höfundar r ís- lenzkum þýðingum séu nefndir.3 En hér koma einnig til greina ýmis önn- ur ritverk, þótt ekki verði nefnd að sinni. Áhrif húmanistarita og annarra útlendra bóka á íslenzkar fornsögur eru býsna margvísleg og hafa þó lítt verið könnuð enn sem komið er, enda er hér um flókið og víðtækt efni að ræða, og á hinn bóginn hefur það hamlað vísindalegum rannsóknum á sögunum, að þær hafa lengstum verið taldar eingetið afkvæmi norrænnar menningar og leit að útlendum þáttum í þeim hafa ekki þótt sama íslenzkri fræðastarfsemi.4 Nú höfum við næsta fá- skrúðugar heimildir um andleg verðmæti norrænna manna í heiðnum sið, en allt öðru máli gegnir um hugmyndir lærðra íslendinga um það leyti sög- urnar voru gerðar: auk frumsaminna rita af ýmsu tæi, í bundnu máli og óbundnu, geyma forn handrit mörg útlend verk í íslenzkum og norskum þýðingum, sem þeim öllum, sem hafa áhuga á nytsemd sagnanna, er vert að kynnast. Fræðimenn hafa löngum lagt einfaldar spurningar sem grundvöll að sagnarannsóknum, svo sem hvort einstakir viðburðir í þeim séu sann- sögulega réttir eða ekki: Var Hrafnkell goði sekur um víg smalamanns síns, eða er það uppspuni Hrafnkels sögu? Lét Hallgerður á Hlíðarenda þrælinn Melkólf stela osti úr Kirkjubæ, eða er þetta einungis óhróður, sem höfundur Njálu bar á þessa göfugu konu? Var Hermundur á Gilsbakka svo mikill svíðingur, að hann gróf fé í jörðu eins og Ófeigur brigzlar honum um í Bandamanna sögu? Er það rétt hermt í Eglu, að bóndinn á Borg hafi bjargað Englandi, þegar Skotar réðust á það? Slíkar spurningar eru skilj- anlegar, þótt þeim sé engan veginn auðsvarað, þegar kannað er heimildar- gildi sagnanna um forna atburði, en þær skipta næsta litlu máli, þegar fjallað er um þessar bókmenntir af vísindalegum sjónarhóli. Eitt af einkennum fslendingasagna er það, að persónur þeirra eru marg- ar hverjar býsna blendnar að því leyti, að þær láta bæði gott og illt af sér leiða; í því sambandi er stundum talað um hlutlægni sagnahöfunda. En ef við hyggjum að lærðum hugmyndum fyrri alda, kemur þetta fyrirbæri okkur engan veginn á óvart. Skarpur greinarmunur var gerður á mannin- um sjálfum og athöfnum hans: „Annað er skepna, en annað eðli og annað verk.“B Þótt menn séu ekki allir sömu náttúru, eins og komizt er að orði í Viðræðu œðru og hugrekkis og í formálanum að Þiðreks sögu,e þá eru ákveðnir þættir sameiginlegir öllum: „Tveir hlutir eru með manninum: illt og gott, löstur og náttúra."7 Maðurinn var sem sé talinn góður í eðli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.