Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1978, Page 67

Andvari - 01.01.1978, Page 67
andvari UM RÉTTLÆTI í ÍSLENZKUM FORNSÖGUM 65 réttmætt, aö Þorsteinn vegur Þórð eftir þessi orðaskipti og athafnir. Svipuðu máli gegnir um þá bræður Þórhall og Þorvald, aðra menn Bjarna goða, sem eru „uppaustrarmenn miklir um allt það, er þeir heyrðu í héraði“. Þeir skop- ast að Bjarna fyrir að hefna sín ekki á Þorsteini fyrir vígið á Þórði, en Bjarni sendir þá sjálfa til að færa þann flekk af virðingu hans, og lýkur þeim málum með þeim hætti, að þeir falla báðir fyrir Þorsteini, þegar þeir reyna að ráða honum bana. Næst verður Bjarni fyrir eggjun konu sinnar, og að lokum fer hann einn síns liðs að berjast við Þorstein. Þótt Þorsteinn hafi næg færi að verða banamaður Bjarna, þá lýkur einvígi þeirra með eins konar jafntefli; í stað þess að hefna manna sinna, þykir honum sem sér sé „fullgoldið fyrir þrjá húskarla mína þig einn, ef þú vilt mér trúr vera“. Hér eins og víðar í sögum er hefnd ósamrímanleg við réttlæti, og Bjarni á Hofi velur réttlætið. í Bandamanna sögu og raunar víðar eru átök með bókstaf laganna og sönnu réttlæti. Oddi Ófeigssyni verður á sú skyssa að búa eftirmál sftir Vála fóstbróður sinn ranglega til alþingis, en vegandi er „ójafnaðarmað- urinn“ Óspakur, sem raunar er manndrápari og sauðaþjófur. Faðir Odds („spekingur mikill og hinn mesti ráðagerðarmaður“) bjargar þó málinu. Þegar hann ávarpar dómendur, segir hann meðal annars: „Sýnist yður það með nokkrum réttindum, að gefa gaum að slíku, er einskis er vert, en dæma eigi hinn versta mann sekan, þjóf og manndrápsmann? Er það eigi ábyrgðarhlutur mikill að dæma þann sýknan, er dráps er verður, og dæma svo í móti réttindum? .. . En hvað er sannara en dæma hinn versta mann sekan og dræpan og firrðan allri björg, þann er sannreyndur er að stuld og að því, að hann drap saklausan mann, Vála? ... Hyggið nú að fyrir yður, hvort meira er vert þessi tvö orðin, er sæta sannindum og réttindum (þ. e. sannast og réttast) eða hitt, er víkur til laganna (þ. e. helzt að lögum). Svo mun yður sýnast sem er, því að þér munuð sjá kunna, að það er meiri ábyrgð að dæma þann frjálsan, er maklegur er dauðans, en hafa áður svarið eiða, að þér skylduð svo dæma sem þér vissuð réttast." Þó verður niðurstaðan sú, að Ófeigur gamli mútar dómendum til að kveða upp dóm sem er í anda réttlætis og gera Óspak sekan. Nú var það talið alvarlegt brot á siðferðilegu velsæmi að múta dómendum og lögmönnum,19 enda verður Eyjólfi hált á því í Njálu, og í Bandamanna sögu grípur Ófeigur til þess úrræðis síðar, þegar reynt er að ónýta málið og gera Odd sekan fyrir mútur í fyrra málinu. Allt um það getur enginn vafi leikið á siða- boðskap Bandamanna sögu: réttlæti er sett skör ofar en bókstafur laganna, og jafnvel þótt Ófeigur verði að beita ólöglegum aðferðum í því skyni að gera glæpamann sekan og bjarga saklausum manni, þá er slíkt ekki talið rangt af sjónarhóli sögunnar í heild. í íslenzkum fornbókmenntum er greinarmunur gerður á handbana (þ. e.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.