Andvari - 01.01.1978, Page 70
68
HERMANN PÁLSSON
ANDVARI
afbrot, en á fundinum í Jórvík var hætta á, að málsbætur Egils væru ekki
teknar fyllilega til greina. Nú er það býsna algengt í sögum, að tveir and-
stæðingar sem deilast við eru báðir sekir að einhverju leyti: „Sjaldan
veldur einn, ef tveir deila,“ segir í Hákonar sögu gamla. En þó má það
heita regla, að sakleysi annars er auðsærra, enda þolir hann þá áleitni,
öfund eða ofsóknir af andstæðingi sínum. Þegar Njáll spáir því fyrir
Gunnari á Hlíðarenda, að margir munu öfunda hann, svarar Gunnar:
„Við alla vildi ég gott eiga.“ Njáll bætir því þá við, að Gunnar muni jafnan
eiga hendur sínar að verja. „Undir því væri þá,“ segir Gunnar, „að ég hefði
þá málaefni góð.“ í sögunni gegnir Njáll hlutverki hins réttsýna manns,
sem vill að allir séu dæmdir eftir tilgerðum, en Gunnar reynir í lengstu
lög að forðast ranglæti, þótt hann hrasi að lokum, er hann svíkur loforð
sitt að fara utan. Þegar Steinar í Eglu beitir nautum sínum í land Borgar,
verður Þorsteini Egilssyni að orði: „Vænti ég, að mikið skilji hamingju
okkar, svo sem málaefni okkar eru ójöfn.“ Ranglæti Steinars eins og ann-
arra sem seilast til einhvers sem aðrir eiga endar með ósigri ofbeldis, enda
ber það stundum við, að sá sem hefur betri málaefni ber sigur úr býtum,
þótt við ofurefli sé að etja. Þegar Júdas Machabeus safnar liði móti innrás
frá Sýrlandi, segja menn hans, að það sé engin forsjá að berjast við jafnmik-
inn her, en hann svarar þeim: „Látið mig ekki heyra kurr yðar jafnmik-
inn. . .. Vér eigum málaefni miklu betri en þeir, því að vér verjum líf vort
og lög.“23 Lesendum kemur það engan veginn á óvart, að viðureigninni
lýkur með sigri Gyðinga. í Hávarðar sögu kveður Steinþór svo að orði, eftir
að Hávarður karl hefur ráðið niðurlögum ójafnaðarmannsins Þorbjarnar:
„Hefir þetta meir gengið eftir málaefnum en líkindum.“ Og í sömu sögu
lætur Gestur Oddleifsson svofelld orð falla um víg ofbeldismannsins Ljóts,
bróður Þorbjarnar: „Gekk það eftir málaefnum, að tvö börn skyldu drepa
þvílíkan kappa sem Ljótur var.“ Hér eins og víðar í sögum lýtur vald fyrir
réttlæti. Þannig auðnaðist Ámunda blinda í Njáls sögu að vega ójafnaðar-
manninn Lýting, föðurbana sinn, sem vildi ekki unna honum bóta, og
þykir Njáli það merkilegt tákn: „Ekki má saka þig um slíkt .. . því að
slíkt er mjög á kveðið, en viðvörunarvert, ef slíkir atburðir verða, að stinga
eigi af stokki við þá, er svo nær standa.“
Að nestlokum má minna lesendur enn á það, að í íslendingasögum eru
lög og réttlæti sitt hvað, enda er næsta hæpið að meta slíkar bókmenntir
sem mælikvarða á réttarreglur. Glöggir lesendur sagnanna á tuttugustu
öld, ekki síður en forverar þeirra á hinni þrettándu, hljóta að taka afstöðu
til mannvíga og annarra ofbeldisverka, sem í þeim eru framin. En forn-
lög okkar eru vafasamt leiðarhnoða um siðferði manna í þessum bók-
menntum; betri skilning á því sem gerist í sögunum öðlumst við með því
að hlíta lærðum hugmyndum um réttlæti og aðra „höfuðkosti“ fyrr á öldum.