Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Síða 76

Andvari - 01.01.1978, Síða 76
74 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI tilurð kvæðisins, hvort skáldið hafi virkilega ort það í þessari skorpu eða einungis fágað það og hreinskrifað, áður en hann sendi Bjarna það, Jónasi þótti vænt um að geta birt honum það fyrstum manna, er alinn hafði verið upp á Hlíðarenda og sá staður því honum mjög hugfólginn. Kvæðið Gunnarshólmi er fegursti og þroskaðasti ávöxtur náttúruskoðun- ar Jónasar Hallgrímssonar og er mjög ort í anda niðurlagsorða dálítillar hugleiðingar um náttúruvísindin, er Matthías Þórðarson hyggur vera frá árinu 1838 og birt er fremst í 3. bindi rita skáldsins i útgáfu Matthíasar. Þar segir svo að lokum: „Hyggileg skoðun náttúrunnar veitir oss hina fegurstu gleði og anda vorum sæluríka nautn, því þar er oss veitt að skoða drottins handaverk, er öll saman bera vitni um gæzku hans og almætti. Vér sjáum þar hvert dásemdarverkið öðru meira, lífið sýnir sig hvarvetna í ótölulega marg- breyttum myndum, og allri þessari margbreytni hlutanna er þó harla vís- dómslega niður raðað eftir föstum og órjúfandi lögum, er allur heimur verður að hlýða.“ Nú verður vikið að 9. hljómkviðu Schuberts. Þótt um langt skeið ríkti nokkur óvissa um það, hvenær hún væri samin og menn byndu sig við aldursákvörðun í gamalli skrá um verk Schuberts frá 5. tugi 19. aldar, þar sem hún er talin frá því í marz 1828, benda nýj- ustu athuganir á bréfum Schuberts og öðrum gögnum um ævi hans og störf til þess, að hann hafi raunar tekið til við umrædda hljómkviðu sum- arið 1825, þegar hann var á miklu ferðalagi um hin fögru héruð Efra- Austurríkis. í bréfi, sem Schubert skrifar vini sínum Josef von Spaun frá Linz 21. júlí 1825, kveðst hann hafa verið í Efra-Austurríki síðan 20. maí og þótt leitt að hitta Spaun ekki þar. Hann hafi verið hálfan mánuð í Stsyer, en eftir það hafi hann farið með vini sínum Vogl til Gmunden, þar sem þeir hafi setið í vellystingum fullar sex vikur. „Við bjuggum hjá Traweger, sem á dýrlega slaghörpu og kann eins og þú veizt vel að meta það litla, sem ég hef fram að færa. Þarna fór mjög þægilega um mig, og ég var rétt eins og ég væri heima hjá mér. Hjá hirðráðsmanni von Schiller var tónlistin iðkuð þeygi lítið, meðal annars flutt nokkur hinna nýju laga minna, lög við Lady of the Lake eftir Walter Scott. Mest þótti flestum koma til „Lof- söngsins til Maríu“ (Schubert á hér við Ave Maria). Schubert segir allrækilega frá ferðum sínum og dvöl á þessum slóðum í bréfi til foreldra sinna, skrifuðu 25. eðu 28. júlí í Steyer. Hann segir þar m.a.: „Ég er nú aftur kominn til Steyer, eftir sex vikna dvöl í Gmunden, en um- hverfið þar er sannarlega himneskt og hrærði mig innilega engu siður en fólkið þar, er reyndist mér svo vel, ekki sízt sá góði Traweger,“ Og síðar í bréfinu segir hann:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.