Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Síða 79

Andvari - 01.01.1978, Síða 79
andvari UM GUNNARSIIÓLMA JÓNASAR OG 9. HLJÓMKVIÐU SCIIUBERTS 77 örvuðu hann til dáða. Það að tileinka verkið Tónlistarvinafélaginu, eins °g fyrr greinir, segir sína sögu. Hverjar mætur Schubert sjálfur hafði á þessari hljómkviðu, kemur fram m. a. í minningargrein, er Josef von Spaun samdi nokkru eftir lát Schuberts og Anton Ottenwalt jók síðar og birti í blaði í Linz í marz- mánuði 1829. En þar er getið um „stóra hljómkviðu, samda í Gastein 1825, er tónskáldið sjálft hafði mikið dálæti á.“ Áratugum síðar í fáeinum endurminningum um Schubert kvað Josef von Spaun enn fastar að orði, er hann sagði: „Hann [þ. e. Schubert] samdi í Gastein mestu og fegurstu hljómkviðu sína.“ En hún var þá orðin allkunn, var flutt í fyrsta sinn, fyrri hluti hennar, eftir uppskrift Ferdinants bróður Schuberts 15. desem- ber 1839, en öll var hún flutt 1. desember 1850, hvort tveggja skiptið í Vín. Fróðlegt er að gefa því gaum, að Gunnarshólmi Jónasar og 9. hljóm- kviða Schuberts verða fyrst heyrinkunn á sama árinu, 4. árgangui’ Fjölnis, sem prenta átti 1838, kom ekki út fyrr en 1839. Skáldin voru á líku reki, þegar þau sömdu þessi verk, Schubert 28 ára, en Jónas ári eldri. Ævi og örlögum Jónasar Hallgrímssonar og Franz Schuberts svipar um margt mjög saman, þótt hér verði ekki farið lengra út í þá sálma. Ætlunin var í þetta sinn að sýna, hversu þessi tvö verk, Gunnarshólmi Jónasar og 9. hljómkviða Schuberts, verða til við líkar aðstæður: Skáldin eru bæði heilluð af stórbrotinni náttúrufegurð, og í hrifningu sinni, sem verður enn næmari vegna vellíðanar þeirra og vináttu góðra manna, yrkja þeir hvor nieð sínum hætti ódauðlegt listaverk, annar í orðum, en hinn í tónum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.