Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1978, Page 80

Andvari - 01.01.1978, Page 80
ÁKI GÍSLASON: Bessastaðaprentsmiðja og blaðaútgáfa Skúla Thoroddsens Inngangur. Það var í byrjun vetrar 1972-73, að ég tók að mér að skrifa urn Bessastaða- prentsmiðju og Skúla Thoroddsen, en Einar Sigurðsson, þá fyrsti bókavörður í Háskólabókasafni, leiðbeindi mér um val verkefnis og hafði síðan umsjón með ritgerðinni. Ekki reyndist unnt að fá nein skjöl eða gögn úr prentsmiðjunni sjálfri. Ymsum gögnum Skúla hafði ver- ið komið fyrir til geymslu í Mennta- skólanum, en þau fundust ekki, þegar að var gáð að sögn Jóns Guðnasonar sagnfræðings, en hann var þá að skrifa ævisögu Skúla Thoroddsens, og kom fyrra bindi hennar út 1968. Jón Guðna- son átti viðtöl við tvo prentara, Þórð Bjarnason og Sigurð Kjartansson, sem unnu í prentsmiðjunni hjá Skúla, og Arna Arnason lækni, sem var um tíma heimiliskennari hjá Skúla á Bessastöð- um. Jón leyfði mér afnot af þessum við- tölum og fleiri gögnum í vörzlu hans, þar á meðal efnahagsreikningi Skúla frá 1. janúar árið 1900, mat á prent- smiðjuhúsinu á Bessastöðum og upp- skriftum bréfa, sem Skúli skrifaði ýms- um aðilum. Öll þessi aðstoð við efnis- söfnun hefur orðið mér að miklu gagni, og er ég mjög þakklátur fyrir hana. Við samningu ritgerðarinnar átti ég nokkur viðtöl. Má þar fyrst nefna Sigurð Thoroddsen verkfræðing, son Skúla, en ég átti viðtal við hann í desember 1972 og við tvo bræður hans, Bolla og Sverri, eftir áramótin. Eg átti viðtal við Jóhann Gunnar Ólafsson, fyrrum sýslumann í Isafjarðarsýslu. Einnig átti ég viðtal við tvo prentara, Þórð Bjarnason, er vann í prentsmiðjunni á Bessastöðum og Von- arstræti 12, og Harald Jónsson, er vann í prentsmiðjunni í Vonarstræti 12. I samtölum við Sigurð Kjartansson, Þórð Bjarnason og syni Skúla kom í ljós, að eftir að Skúli flutti prentsmiðj- una til Reykjavíkur, var prentsmiðju- húsið á Bessastöðum selt Boga Þórðar- syni frá Lágafelli. Bogi lét reisa húsið við Laugaveginn, þar sem það stendur enn. Ekki bar mönnum þó saman um, hvort um væri að ræða hús það, sem nú ber töluna 30 eða næsta hús við, Lauga- veg 32. A fundi byggingarnefndar Reykjavíkurbæjar hinn 26. apríl 1913 sést, að Bogi hefur fengið leyfi til að reisa hús á lóðinni nr. 32A við Lauga- veg, sem nú er nr. 32. Við samanburð kemur í ljós, að máli þessa húss, sem nú stendur, og hússins, sem Bogi fékk leyfi fyrir, ber saman, og eru þau hin sömu, sem tilgreind eru í matinu á prent-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.