Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1978, Page 81

Andvari - 01.01.1978, Page 81
ANDVARI BESSASTAÐAPRENTSMIÐJA OG BLAÐAÍITGÁFA SKÚLA THORODDSENS 79 smiðjuhúsinu. Ég er þakklátur Birgi Isleifi Gunnarssyni þáverandi borgar- stjóra og Gunnari Sigurðssyni bygging- arfulltrúa borgarinnar fyrir aðstoð er þeir veittu mér við þessa leit. Ég er einn- ig þakklátur Einari Sigurðssyni, en fyrir hans atbeina átti ég þess kost að mæla grunn prenthússins á Bessastöðum og naut við það leiðbeiningar Kristjáns Eldjárns forseta. Mál grunnsins kom heim við mál hússins á Laugavegi 32. Við samningu ritgerðarinnar kom í Ijós, að réttast væri að einskorða hana ekki algerlega við Bessastaðatímabilið, heldur gera einnig að nokkru grein fyr- u' sögu prentfélagsins á I safirði og út- gáfu Þjóðviljans frá upphafi. Við gerð bókaskrárinnar hefur verið farið yfir Ritaukaskrár Landsbókasafns- ins og bókaskrár Eialldórs Hermanns- sonar. Einnig var farið yfir erfiljóð, graf- skriftir og tækifæriskvæði Landsbóka- safnsins. Kvæði þessi eru oft aðeins merkt upphafsstöfum, en grennslazt var fyrir um höfunda þeirra. Hallgrímur Jónsson var kennari á Álftanesi 1901- 02. Hann orti kvæði til Maríu V. Hall- grímsdóttur, dóttur sinnar, á eins árs afmæli hennar, og var það prentað á Bessastöðum. María telur, að önnur kvæði merkt H.J. séu eftir föður sinn. Eitt þessara kvæða, Sjómanna minni, er í ljóðabókinni Bláklukkum, sem Hallgrímur lét prenta 1906. Það er sama kvæði og Kveðja til sjómanna, merkt H.J., en fyrsta erindinu er sleppt í Bláklukkum. Sum ljóðanna eru merkt B.J., og er líklegast, að höfundur þeirra sé Bjarni Jónsson, sem var kennari á Álftanesi 1902-04. Bjarni var síðar, 1908-43, meðhjálpari við Dómkirkj- una í Reykjavík. Ég hef talað við ætt- ingja Bjarna og Svein Erlendsson, hreppstjóra á Álftanesi, um höfunda kvæðanna. Þórður Ág. Henriksson prentari at- hugaði með mér bækur og aðra prent- gripi frá Bessastöðum. I. Skú/i Thoroddsen og upphaf blaðaútgáfu á Isafirði. 1. Frá Skiíla og Skúli Thoroddsen var fæddur í Haga á Barðaströnd 6. janúar 1859. Foreldrar hans voru Jón Thoroddsen sýslumaður 1 Barðastrandarsýslu, sonur Þórðar Þór- oddssonar bónda á Reykhólum, og Kristín Ólína, dóttir Þorvalds Sívert- sens umboðsmanns í Hrappsey. Þegar Skúli var þriggja ára, fluttist Jón faðir hans að Leirá í Leirársveit, þar sem hann Var orðinn sýslumaður í Borgarfirði. Þar lézt hann árið 1868. Fluttist þá ekkja hans, Kristín Ólína, til Reykja- víkur. Ætlaði hún að láta alla syni Slua ganga menntaveginn, en þeir voru starfi hans á ísafirði. fjórir talsins. Elztur þeirra var Þorvald- ur, svo komu Þórður, Skúli og Sigurð- ur. En þetta var erfitt verk fyrir móður þeirra, því að bú hennar og Jóns reynd- ist vera þrotabú. Skúli fór í Lærða skólann haustið 1873, og sóttist honum námið vel. Tók hann fyrri hluta burtfararprófs 1877 og stúdentspróf 1879. Seinni hluta skóla- tímans tók Skúli nokkurn þátt í skóla- lífinu. Voru þá deilur meðal skólapilta. Skiptust þeir í tvær fylkingar, er höfðu með sér sitt hvort félagið, Bandamanna- félagið og Ingólf. Margir skólapiltanna,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.