Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1978, Side 82

Andvari - 01.01.1978, Side 82
80 ÁKI GÍSLASON ANDVARI er stóðu í þessum deilum, urðu seinna þjóðkunnir, t. d. Hannes Hafstein, er var í Ingólfi og var því andstæðingur Skúla, sem var í Bandamannafélaginu. Félagi Skúla í skólanum var Sigurður Stefánsson, er síðar átti samleið með Skúla í stjórnmálabaráttu hans. Strax sama ár og Skúli lýkur stúdents- prófi, fer hann til Kaupmannahafnar til að leggja stund á laganám. Stundaði hann námið af kappi og lauk því á mjög skömmum tíma, eða 19. janúar 1884, og fékk hann góðar einkunnir. Dvölin í Danmörku hafði mikil áhrif á þjóðfélagsskoðanir Skúla. Mikil átök voru í dönskum stjórnmálum á þessum tíma. Vinstri menn gerðu kröfur um þingræði, þ. e. að sá flokkur eða flokk- ar, er hefðu meiri hluta á þjóðþingi, mynduðu stjórn. Þessi barátta hafði áhrif á íslenzku stúdentana í Kaup- mannahöfn, og studdu þeir flestir vinstri menn. Var Skúli í hópi hinna róttæk- ustu. Skömmu eftir að Skúli lauk prófum eða í marzmánuði, sneri hann aftur heim til lslands. 1 byrjun gegndi hann málafærslustörfum í Reykjavík, og 1. ágúst var hann settur málafærslumaður við landsyfirréttinn. Dönskum lögfræð- ingi, Fensmark, hafði verið veitt sýslu- mannsembættið í Isafjarðarsýslu og bæj- arfógetaembættið á ísafirði. Reyndist hann svo illa í starfi sínu, að hann var kominn í vanskil við landssjóð. Var Fensmark því vikið frá embætti, en Skúli sendur til að rannsaka embættis- færslu hans, og var hann settur 1. sept- ernber 1884 til að gegna embætti sýslu- manns í ísafjarðarsýslu og embætti bæj- arfógeta á Isafirði frá sama tíma. Skúli stóð sig vel við rannsóknina og í embætt- inu. Fékk hann því veitingu fyrir embættunum 6. október 1885 og átti þar að amtmann Vesturamtsins, sem þá var Magnús Stephensen. ísafjarðarsýsla var þá talin ein af tekjuhæstu sýslum landsins. Árið áður, 11. október 1884, kvænt- ist Skúli Theodóru Friðriku Guðmunds- dóttur. Hún var fædd að Kvennabrekku í Dölum 1. júlí 1863 og var dóttir séra Guðmundar Einarssonar og Katrínar, dóttur séra Ólafs Sívertsens í Flatey. ísafjörður var um þetta leyti annar stærsti kaupstaður landsins, næst á eftir Reykjavík. íbúar voru 830 árið 1890. Ástand atvinnuveganna var tiltölulega gott á Vestfjörðum. Fiskur var yfirleitt verðmeiri en annars staðar af landinu og aflabrögð góð. Langöflugasta verzl- unin á Isafirði var svo nefnd Ásgeirs- verzlun, en með hana var þó almenn óánægja á ísafirði og víðar á Vest- fjörðum. Þótti hún ekki betri en verzl- anir dönsku kaupmannanna, þótt ís- lenzk væri. Bjó Ásgeir yngri, sem tekið hafði við verzluninni að föður sínum látnum, í Danmörku, að sið danskra kaupmanna. Yfirstéttina á Isafirði mynduðu kaup- mennirnir og ýmsir embættismenn, og réðu þeir lögum og lofum í bænum. Skúli lenti fljótlega í andstöðu við kaupmannavaldið. Sigurður Stefánsson, hinn gamli skólabróðir Skúla, var prest- ur í Vigur. Urðu þeir mjög samhentir bæði í baráttunni við kaupmannavald- ið og í þjóðmálum. Skúli tók þátt í stofnun Kaupfélags Isfirðinga vorið 1888. Var hann fyrst einn þriggja manna, er veittu því forstöðu, en fjór- um árum síðar, 1892, var samþykkt, að hann veitti því einn forstöðu. Kaupfélag ísfirðinga var frábrugðið öðrum kaup- félögum að því leyti, að það verzlaði að- allega með sjávarafurðir. Einnig hafði Skúli eigin verzlun á Isafirði. Var hún
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.