Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1978, Page 85

Andvari - 01.01.1978, Page 85
andvari BESSASTAÐAPRENTSAIIÐJA OG BLAÐAÚTGÁFA SKÚLA THORODDSENS 83 áhugamál, t. d. jafnrétti kaiia og kvenna. Atvinnu- og samgöngumál lét blaðið sig miklu skipta. Um stefnu Þjóð- viljans segir m. a. í 1. tölublaði 1. ár gangs 1886: „Blað vort mun því yfir höfuð að tala verða framfarablað, og það í þeim skilningi, að vjer viljum framfarirnar og framkvæmdirnar sem fyrst.“ Og blaðið hélt fram sínum mál- stað hiklaust og varð brátt róttækasta blað landsins. Árið 1889 var boðað til aðalfundar prentfélagsins, 16. septemher. Þegar halda átti fundinn, komast þeir Skúli og Sigurður Stefánsson að því, að and- stæðingar þeirra í félaginu, vinir lands- höfðingja og fulltrúar kaupmannavalds- ins á ísafirði, höfðu keypt hlutabréf á laun og náð meirihluta. Frestuðu þeir þá fundinum til næsta dags, 17. september, og tilnefndi Sigurður Stefánsson Skúla og Gunnar Halldórsson í Skálavík sem meðstjórnendur sína, en þeir Þorvald- ur Jónsson og Sigfús H. Bjarnason höfðu sagt sig úr stjórninni. Var prentsmiðjan síðan leigð Jakobi Rósinkarssyni í Ögri í tvö ár frá 16. september, og var það til- kynnt á fundinum hinn 17. Andstæð- lngar Skúla og Sigurðar fengu meiri- hluta á fundinum og tóku við stjórn prentfélagsins. Átökunum um prentsmiðjuna og út- gáfu Þjóðviljans var hvergi nærri lokið, en hér verður aðeins stiklað á nokkr- um helztu atriðum. í febrúar 1891 kröfðust fjórir hluthafar í prentfélag- inu þess, að félagið yrði tekið til þrota- búsmeðferðar og eigur þess seldar, þar sem þeim hefði ekki tekizt að fá end- urgreidd lán, sem þeir höfðu veitt félag- inu. Fjórmenningarnir séra Sigurður Stef- ánsson, Gunnar Halldórsson, Jakob Rósinkarsson og Jón Einarsson á Garðs- stöðum voru meðal þeirra, sem höfðu í upphafi lagt prentfélaginu til fé, þar sem hlutafé nægði ekki til þess að hefja útgáfu blaðsins. „En þegar svo var komið, að stjórn félagsins var komin í hendur þeirra manna, er um ekkert hugsa meir en að eyðileggja blað vort, þá þarf engan að furða, þó að styrktar- mönnum blaðsins eigi þætti ástæða til að eiga lengi fé sitt í höndum slíkra manna,“ segir í 23.-24. tbl. 5. árg. Þjóð- viljans í apríl 1891. Þeir styrktarmenn, sem þarna er vikið að í Þjóðviljanum, eru fjórmenningarnir, en þeir gera sínar kröfur til þess að forða prentsmiðj- unni frá því að lenda í höndum hinnar nýju stjórnar prentfélagsins. Skúli var skiptaráðandi, og úrskurð- aði hann 24. marz 1891, að eignir félagsins skyldu teknar til skiptameð- ferðar. Skiptaréttur var haldinn 3. apríl 1891, og var þar ákveðið, að skiptaráð- andi ráðstafaði eignum félagsins. Þann 12. september 1891 gerði skiptaráð- andinn, Skúli Thoroddsen, leigusamning um prentsmiðjuna við Gunnar Halldórs- son í Skálavík gegn 100 króna gjaldi á ári. Skiptaúrskurðum frá 24. marz og 3. apríl 1891 hafði verið áfrýjað til lands- yfirréttar, og 21. marz 1892 var dómur kveðinn upp. Var þar úrskurðað, að skiptaúrskurðurinn frá 3. apríl 1891 félli úr gildi. Var skiptaráðanda gert að skila eigum prentfélagsins, og þar á meðal prentsmiðjunni, í hendur stjórnar þess. Gunnar Halldórsson tjáði sig fús- an til að afhenda prentsmiðjuna gegn endurgreiðslu á leigugjaldinu, en stjórn prentfélagsins tregðaðist við að taka á móti henni. Því máli lauk þannig, að Jóhannes Vigfússon prentari flutti prentsmiðjuna og skildi hana eftir hjá Ólafi Magnússyni bókhaldara og lét
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.