Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1978, Page 86

Andvari - 01.01.1978, Page 86
84 AKl GISLASON ANDVARI birta stjórninni það með stefnuvottum 25. ágúst, og í október fékk Skúli með eftirgangsmunum kvittun fyrir því, sem hafði verið afhent. Vegna þessara deilna hafði gamla prentsmiðjan verið látin standa úti um nokkurn tíma, og var hún farin að láta á sjá.°) Var hún síðar tekin aftur í notkun og blaðið Grettir prentað í henni frá 27. október 1893 til 31. október 1894. Átti blaðið að vega á rnóti áhrif- um Þjóðviljans, en aðeins kom út þessi eini árgangur. í september 1895 var reynt að selja prentsmiðjuna á uppboði, en ekki fékkst nógu gott tilboð. Nokkru síðar var prentsmiðjan seld Páli }. Torfasyni á Flateyri fyrir rúmlega 300 krónur.7) Nokkurt hlé varð á útgáfu blaðsins, sem hét Þjóðviljinn ungi frá 15. septern- ber 1891, meðan beðið var eftir nýrri prentsmiðju, en hún kom í byrjun sept- ember 1892. Var það hraðpressa, og „fylgdu henni 19 leturtegundir, ásamt nokkru skrauti".8) Var hún kölluð Prentsmiðja Þjóðviljans unga. í 15. tbl. 6. árg. Þjóðviljans unga 27. febr. 1897 getur Skúli þess, að ætlunin sé að fá þá um sumarið nýja og stóra hraðpressu erlendis frá, þar sem prent- smiðjan, sem þeir hafi, sé of seinvirk, og verði því blaða- og bókaútgáfan ekki rekin, svo sem æskilegt væri. Heitir hann á kaupendur blaðsins af því tilefni að greiða skuldir sínar við blaðið. í bréfi til Sighvats Grímssonar Borgfirðings 15. des. 1897 skrifar Skúli: „Loks er eg nú búinn að fá almenni- lega hraðpressu, sem mig fýsti lengi að eignast, og býst eg við, að eg skilji hana ekki bráðlega við mig úr þessu, hvað sem öðru braskinu líður.“9) Auk Þjóðviljans lét Skúli prenta ýms- ar bækur á Isafirði. Meðal annars má nefna Pilt og stúlku eftir Jón Thorodd- sen föður hans, og var það þriðja út- gáfa, 1895, Ljóðmæli eftir Jóhann Magnús Bjarnason, 1895, Jón Arason eftir Matthías Jochumsson, 1900, og Grettisljóð eftir sarna höfund, 1897. Þó nokkuð var um smáprent, t. d. graf- skriftir, erfiljóð, lög og reglugerðir og ýrniss konar eyðublöð. Á Isafirði hóf Skúli einnig útgáfu sína á rímum, og gaf hann fyrst út rímur eftir Odd Jóns- son, 1889, og var það Ríma um síðasta fund Grettis Ásmundarsonar og móð- ur hans, Ásdísar á Bjargi. Skúli hélt síð- an áfram rímnaútgáfu á Bessastöðum og í Reykjavík. í Ársriti Sögufélags ísfirð- inga, 1965, birtir Jóhann Gunnar Ól- afsson Skrá urn Isafjarðarprent í hálfa öld, 1886-1936. Skúli Thoroddsen var ritstjóri að Fram, en af því kom eitt tölublað árið 1898. Það fjallaði um kaupfélagsmál og verzlun. Fleiri tölublöð komu ekki út. Áður en skilizt er við þessa frásögn af Prentfélagi ísfirðinga og Þjóðvilj- anum, er rétt að geta þeirra prentara, sem unnu við blaðið á þessu tímabili. Fyrsti prentarinn, sem vann við Þjóð- viljann, var Ásmundur Torfason. Hann kom til Isafjarðar 1886 og vann við prentsmiðjuna til 1888, en þá fór hann til Vesturheims. Næstur kom Jóhannes Vigfússon. Hóf hann starf 1888 og var þar til í júní 1893. Stefán Runólfsson var næstur prentari, og var hann til 1896. Magnús Ólafsson hóf prentnám í prentsmiðju Þjóðviljans unga árið 1893, og varð hann yfirprentari, er Stefán Runólfsson fór, og gegndi hann því starfi, þar til er Þjóðviljinn var fluttur til Bessastaða. Einnig unnu þeir Einar Sigurðsson og Jón Baldvinsson hjá Skúla Thoroddsen, en þeir fóru seinna til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.