Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1978, Page 91

Andvari - 01.01.1978, Page 91
ANDVARI bessastaðaprentsmiðja og blaðaútgáfa SKÚLA THOROUDSIlNS 89 Jbúðarherbergi í suðurenda hússins. 4. Næsta herbergi (kennslustofa?). 5. Gangur milli herbergja.“°) í viðbygg- ingunni við prenthúsið var geymdur eldiviður og kol fyrir allan staðinn. Bessastaðastofu var einnig mjög breytt. Þar lét Skúli setja stóran breiðan kvist á framhlið og annan á bakhlið. Gaf það húsinu meiri reisn en áður og jók húsrýmið mikið. Auk þess lét hann reisa ný útihús. Kirkjunni á Bessastöð- um hafði lengi verið haldið lítt við, en Skúli lét endurbæta hana nokkuð. All- ar þessar framkvæmdir hafa verið dýr- ar og Skúli þurft að kosta miklu til þeirra, en hann var vel efnum búinn. 1. janúar árið 1900 gerði hann lauslegan efnahagsreikning, „Omtrentl. Statusop- gjör 1. jan. 1900.“7) Þar metur hann Bessastaði á 23500 krónur. Þar er einnig talið verzlunarhús og íbúðarhús á Isa- firði. Ennfremur átti hann Klungur- brekku á Skógarströnd í Snæfellsnes- sýslu, að kaupverði 1400 kr., Klakkeyj- ar á Breiðafirði, að kaupverði 4000 kr. Auk þess átti hann margar jarðir að hluta, er hann hafði ýmist keypt eða hann og kona hans höfðu fengið að erfðum, t. d. Vz Kvennahól í Dalasýslu, V2 Miðdal í ísafjarðarsýslu og % af Vatnadal í sömu sýslu. I þessum sömu reikningsskilum kemur fram, að Skúli átti mikið magn af erlendri vöru vegna verzlunarreksturs, eða fyrir 102 þúsund krónur, og blautfisk fyrir 24 þúsund krónur og útistandandi kröfur 75 þús- und krónur. Taldir eru fjórir fiskibátar fullbúnir til veiða, tveir uppskipunar- bátar og þrír aðrir. Á reikningi þessum sest, að hann metur hraðpressuna á u. þ. b. 5000 krónur og hann hefur keypt hana af D. Voigt 1896. En það verður að teljast rangminni Skúla, því að hann keypti hana 1897, eins og áður var sagt frá. Hann metur dígulvélina, „en liden Diegeltrykpresse“, á 800 krónur og inn- bú, „inventar", í prentsmiðjunni á minnst 2200 krónur. Samtals um 8000 krónur. I reikningnum telur hann árs- tekjur sínar vera sem næst 5060 krónur. Þar af er „pensjon" um 1500 krónur. Af fasteignum fær hann 1860 krónur, og munu það vera jarðarafgjöld, og loks telst honum svo til, að netto hagnaður af prentsmiðjunni sé 1700 krónur. En „Aarl. Udgifter til Husholdn. m. v.“, útgjöld hans til heimilis og annars, hafa verið mikil, eða 5 til 6 þúsund krónur. Þess má geta, að meðal skulda telur hann 4500 krónur við Landsbank- ann, með fyrsta veðrétti í Bessastöðum. Til útistandandi skulda telur Skúli um 6000 krónur vegna bóka og blaðsins. Eftir að Skúli fluttist til Reykjavíkur, keypti Bogi Þórðarson frá Lágafelli prentsmiðjuhúsið, og lét hann reisa það við Laugaveg, en í því voru góðir viðir. Bogi fékk leyfi byggingarnefndar 26. apríl 1913 til að reisa íbúðarhús á lóð- inni Laugavegi 32A og einnig skúr við vesturgafl og á bakhlið.8) 21 marz 1914 seldi Bogi Tómasi Jónssyni kjötkaup- manni eignina. Nokkrar viðbótarbyggingar voru reistar á lóðinni í sambandi við starf- semi Tómasar. 1924 fékkst samþykki á fundi byggingarnefndar fyrir viðbygg- ingu við skúrinn við vesturgafl hússins, og stendur viðbyggingin lengra fram í götuna. Viðbótarbyggingar eru á bak- lóðinni, sunnan megin, sem leyfi fékkst fyrir 1925. 1931 var gefið leyfi fyrir kvisti á bakhlið hússins. 1955 var veitt leyfi til að hækka byggingu, sem reist var 1925. Breytingar eru talsverðar inn- an húss, frá því sem var á Bessastöð- um. Nú er verzlun á aðalhæðinni, en íbúðarhúsnæði á loftinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.