Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Síða 96

Andvari - 01.01.1978, Síða 96
94 ÁKI GÍSLASON ANDVARI heimasamin, en nú er ekkert til af þeim að sögn Sigurðar Thoroddsens, sonur Skúla.-3) Samgöngur við lleykjavík voru frem- ur erfiðar. Skúli kaus að fara sjóleiðina til Reykjavíkur, taldi sig of þungan til að fara á hestbak. Var farið yfir Skerja- fjörð og lent við Skildinganes og geng- ið þaðan í bæinn. Það fór eftir sjólagi, hvar lent var, þegar farið var til Bessa- staða. Var ýmist farið inn í Tjörnina, sem þá var opin, eða þá að Skansinum. Tók ferðin yfir Skerjafjörð um það bil einn klukkutíma, en ef farið var ríð- andi til Reykjaví’kur, tók ferðin allt að einni og hálfri klukkustund.24) Það hefði mjög bætt aðstöðuna á Bessastöð- um, ef sími hefði verið lagður þangað. Það strandaði á því, að Skúli og séra Jens prófastur gátu ekki komið sér saman um lagningu hans frá Hafnar- firði. 6. Bókaútgáfa á Bessastöðum. Það merkasta, sem prentað var af bókum á Bessastöðum, voru rímurnar, en prentun þeirra hafði Skúli hafið á ísafirði, eins og fyrr getur. Fyrsta rímurnar, prentaðar á Bessa- stöðum, voru Rímur af Núma kóngi Pompílssyni, 1903. Eru þær eftir Sig- urð Breiðfjörð. Hann orti rímur þessar á Grænlandi, en þar var hann árin 1831 til 1834. Númarímur voru fyrst prentað- ar 1835 í Viðey. Eru þær taldar með því bezta eftir Sigurð Breiðfjörð. A!ls voru prentaðar 10 rímur, meðan prent- smiðja Þjóðviljans var á Bessastöðum. Mest var prentað af rímum árið 1908, eða 5 rímur. Skúli er talinn kostnaðar- maður rímnanna nema Númarímna, en á þeim er enginn kostnaðarmaður nefndur. Árið 1902 voru prentaðar tvær merk- ar bækur: Leikritið Skipið sekkur eftir lndriða Einarsson og Oddur Sigurðsson lögmaður eftir Jón Jónsson Aðils. 1 eftirmála getur Jón þess, að hann hafi eigi getað lesið prófarkir að bókhmi vegna þess, hve prentsmiðjan sé fiarri. Hann kvaðst mundu hafa breytt nokk- uð orðalagi á stöku stað, ef hann hefði lesið prófarkir. Hann telur þó, að ekki muni vera margar prentvillur í bókinni. I bréfi sínu til Þorvalds Thoroddsens, rituðu 14. desember 1902, minnist Skúli á bækurnar: „Af prentfélaginu hér er fátt að frétta, nýprentað leikrit eptir Indriða (mjög slæmt Reykjavíkurmál á því) og Oddur lögmaður, 18 arkir, eptir Jón sagnfræðing, alþýðlega og skemmtil. rituð bók."25) Skúli var kostnaðarmaður að útgáfu beggja bókanna. Árið 1905 lét Skúli prenta Mann og konu eftir Jón Thoroddsen föður sinn, og var það önn- ur útgáfa. Einnig hófst á Bessastöðum prentun riddarasagna, og var Sagan af Hinriki heilráða prentuð 1908. Hélt prentun þeirra áfram, eftir að prentsmiðjan fluttist til Reykjavíkur. Skúli gaf út Sögusafn Þjóðviljans, en það voru neðanmálssögur þær, er birt- ust í Þjóðviljanum, eins og síðar greinir. Eg fékk prentara til ráðuneytis um mat á prentgripum frá Bessastöðum. Erfitt er að meta prentun bókanna, því að til þess þarf góða þekkingu á prent- un á þessu tímabili og samanburð við samtímabækur. í ljós virðist koma, að fyrstu árin hafi letrið verið lítið slitið og prentun bezt, en þegar letrið er far-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.