Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1980, Page 35

Andvari - 01.01.1980, Page 35
andvari SNORRI STllRLUSON OG NORÐMENN 33 sogelser vil henvende sin Opmærksomhed - horer det ogsaa at undersoge, om Snorres private Karakter og Livsforelse har havt Indflydelse paa hans Skrifter." Enda þótt Storm efaðist um margt í frásögn Snorra, gerði hann ráð fyrir, að hún hefði allmikið sögulegt gildi engu að síður. Þessi skilningur var ráðandi með- al sagnfræðinga fram á þessa öld eða allt til þess að Svíinn Lauritz Weibull og Norðmaðurinn Halvdan Koht hófu hina skörpu heimildarrýni sína. I frægum fyrirlestri frá 1913 (sem prentaður er í Historisk tidsskrift 1914 og nefndur er Sagaenes opfatning av vár gamle historie) og í öðrum greinum sínum, sem birtust seinna, mótar Koht nýjar starfsreglur sögulegra rann- sókna. Það hefur smám saman orðið mönnum ljóst, að því er hann segir, að í sögunum eru missagnir og skekkjur. Nú verði hins vegar að kanna, hvort sögurnar beri ekki merki þeirrar tíðar, þegar þær voru ritaðar. Hann vill beina athyglinni að heildarsýn þeirri, sem í sögunum birtist, svo og hneigð sagnanna. Koht fullyrðir - og styðst þar við eldri sagnfræðinga - að í ritum Snorra Sturlusonar megi greina þá grundvallarskoðun, að baráttan milli konungsvaldsins og höfðingjavaldsins sé aflgjafinn í fornri sögu Noregs. Snorra skjátlist hins veg- ar, að því er Koht segir. Ef kannaðar séu einstakar frásagnir Heimskringlu um tengsl konungs og höfðingja, sé ekki unnt að finna skilningi Snorra neina stoð. Þær séu mótaðar af atburðum samtíðar hans, og barátta Sverris konungs við lenda menn sé það, sem villi Snorra sýn, þegar hann fjallar um sögu fyrri kon- unga. Snorri hafi flutt þjóðfélagsandstæður samtíðar sinnar til fyrri aldar, þar sem það gat átt við, að því er Koht telur. Kenning Kohts um að, baráttan milli konungsvaldsins og höfðingjanna sé rauði þráðurinn í Heimskringlu, hefur verið harðlega gagnrýnd. Hins vegar er meginkenning hans talin rétt, kenningin, sem Gustav Storm ýjaði að í skrifum sínum, að frásögn sagnaritarans um fyrri tíð taki svip af samtíð hans sjálfs. ís- lenskir fræðimenn hafa sýnt fram á, að þessu sé svo einnig farið um íslendinga sögur. Edvard Bull tók við af Koht og hélt áfram starfi hans og gekk enn lengra. I inngangi að öðru bindi verksins Det norske folks liv og historie (1931) telur hann, að bókmenntir íslendinga á 13. öld, sem náðu hámarki með verkum Snorra Sturlusonar, séu „en kostelig kilde til forstáelsen av det 13. árhundres ándelige liv og kultur“. Fyrri sagnfræðingum hafi missést, að því er Bull telur, þegar þeir héldu því fram, að þeir gætu notað bókmenntir frá 13. öld sem grund- völl að samfelldri stjórnmálasögu Noregs allt frá 9. öld. í frásögnum Snorra sé að vísu að finna atriði, sem styðjist við raunverulega atburði, að hann telur, en ..vi má [.. .] oppgi enhver illusjon om at Snorres mektige h-istoriske epos har noen dypere likhet med det som faktisk skjedde i tiden mellem slaget i Hafrs- fjord og slaget pá Re,“ árið 1177. Sagnfræðingar nú eru flestir þessarar skoðunar. Við verðum að sætta okkur við, að Snorri gefur ekki rétta mynd af lífi og starfi norskra konunga. Voldug
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.