Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Síða 47

Andvari - 01.01.1980, Síða 47
ANDVARI FRANZ SCHUBERT 45 (við texta eftir Schmidt von Liibeck), tvö næsta dulmögnuð lög, enn fremur söngva Mignon, við ljóðin úr Wilhelm Meister eftir Goethe. Enn er Goethe aðalskáldið, sem stýrir hugarflugi hans og er fyrirmynd hans í ljóðavali. Hann yrkir tvær sinfóníur, þá 4. og þá 5., og boðar sú síðari nýtt þroskaskeið í tónsköpun hans á sviði hljómsveitarverka. Fór nú að vænkast hagur hans. Vinunum fjölgaði. Schober kynti vini sína fyrir Schubert eins og Spaun hafði gert, og urðu þeir einnig vinir Schuberts og vildu hjálpa honum í lífsstriti hans, svo að list hans fengi að njóta sín. Söngvar Schuberts voru sálin í þessum félagsskap. Það vantaði aðeins einhvern til að syngja þá á fullkominn hátt. Michael Vogl, hirðóperusöngvari, sem mikið orð fór af sem „þýzkum söngvara" (þ. e. hann söng í þýzkum óperum, en ekki ítölskum, og var einn af aðalsöngvurum óperunnar, áður en Rossini hélt innreið sína þar), var vel menntaður maður og heimspekilega hugsandi, en leiður á lífinu. Ætlaði í fyrstu að ganga illa að fá hann til að koma heim til Schobers til að kynnast söngvum Schuberts, en loks lét hann tilleiðast fyrir þrábeiðni Schobers. Er því skemmtilega lýst í frásögn Spauns, hvernig hinn eldri, lífsreyndi maður - Vogl var 30 árum eldri en Schubert - bregzt við, þegar hann heilsar upp á hið unga tónskáld, sem kemur varla upp orði og er á þönum í kringum hann og réttir honum sönglögin sín hvert af öðru, sem Vogl sér þarna í fyrsta sinn. Vogl kinkar kolli, raular þau eftir blaðinu og umlar eitthvað, en kippist við, þegar hann les eitt þeirra: „Lied eines Schiffers an die Dioskuren“, bænarsöng sjófarandans til tvístirnisins við kvæði eftir Mayrhofer. Þetta þótti Vogl gott og vildi fá meira að heyra. Söngvar Schuberts lífguðu hann við. Upp frá þessum degi varð hann einn bezti vinur Schuberts, og voru þeir óaðskiljanlegir félagar á öllum samkomum Schubertvinanna, „die Schubertiaden“, er svo voru nefndar. Af mynd eftir mál- arann Moritz v. Schwind (einn af vinunum), þar sem Vogl, hinn mikli og reffilegi hirðsöngvari situr við hlið síns unga listbróður, sem leikur undir fyrir hann á píanóið í salarkynnum, sem setin eru af hlustandi, prúðbúnu fólki, má sjá, hvers kyns þessar Schubertkvöldsamkomur voru. Söngvar Schuberts urðu þarna lifandi orka í hugum hrifnæmra sálna, sem kunnu honum þakkir fyrir, ævilangt. Stund- um lék Schubert líka fjórhent ásamt einum vinanna, og varð sérstaklega Josef von Gáhy, embættismaður að atvinnu, með sérlega góða leiktækni, fyrir valinu. Gáhy lék stundum einn sónötur eða Impromptu. Schubert var og sjálfur allgóður píanisti. Hann hafði „mains potellées“, segir einn vinurinn, þ. e. stuttar og digrar hendur, en mjúkar, og hlupu sem mýs upp og niður eftir nótnaborðinu, þegar hann lék hraða þætti. Tónn hans var söngrænn og innilegur, en hann réð ekki við öll sín eigin verk. Undirleikurinn í „ÁlfakónginunT' t. d. var honum ofviða, og hann varð að gefast upp við síðasta þáttinn í „Wanderer-fantasíunni": „Þetta má fjárinn leika í minn stað,“ sagði hann. En ég er kominn af leið. Schubertsamkomurnar enduðu oft með því að Schubert, sem hafði sig ekki í frammi í orðræðum, settist við hljóðfærið og lék fyrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.