Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1985, Page 20

Andvari - 01.01.1985, Page 20
18 SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ANDVARI Eins og oft vill verða héldu íslendingar í Stokkhólmi mjög hópinn. Þótti sænskum velunnurum nóg um, og í hófi sem haldið var á Skansen sagði prófessor Hans Ahlmann í ræðu: „Það er nú svo sent gott og blessað að þið eruð góðir vinir og látið eitt yfir öll ganga, en þið rnegið þetta bara ekki, þið verðið að kynnast fleirum út á við, fyr lærið þið ekki málið almennilega né kynnist menningu og málefnum landsins. Fyrst þið hafíð nú tækifæri til þess arna.“12 VII Ekki hafdi Sigurður þó verið lengi í Svíþjóð þegar hann fór að skrifa í sænsku blöðin. I ágúst 1934 birtist eftir hann grein um Grímsvatna- gosið og Skeiðarárhlaupið í sunnudagsblaði Social-demokraten í Stokk- hólmi og í janúar 1935 önnur í sama blaði um Dalvíkurskjálftann. Hélt hann síðan uppteknum hætti og skrifaði mikið um Island og íslenzk málefni í þarlend blöð, um stöðu íslands í styrjöldinni, um íslenzka stúdenta erlendis o. s. frv. Einnig tók hann þátt í hinni „menningarlegu umræðu“, birti nt. a. nokkur kvæði á sænsku, og skrifaði ritdóma unt bókmenntaverk. Á árunum 1935—38 skrifaði hann 11 slíka ritdóma í Arbetets kvinnor og auk þess umsagnir um ferðabækur og fræðirit við- víkjandi Islandi í Geografiska Annaler. Og 1934 kont út á Akureyri Böð- ullinn eftir Pár Lagerkvist í þýðingu þeirra Sigurðar og Jóns Magnús- sonar. Þegar heim kom til Islands hélt Sigurður uppteknum hætti og skrifaði iðulega bókmenntagagnrýni og umsagnir um fræðirit á áhuga- sviðum sínum, einkum í tímaritin Helgafell, Náttúrufræðinginn og Jökul. Ennfremur skrifaði hann talsvert í dagblöð um borgaraleg mál- efni, svo sem náttúruvernd og gegn ráðhúsi og gosbrunni í Tjörninni, svo dæmi séu nefnd. Enda var Sigurður af þeint hópi menntamanna sem Hjálmar Ólafsson segir um í afmælisgrein að af hafi þótt stafa nokkur gustur er þeir ílykktust heim í stríðslok; þeir „báru með sér sterkan blæ frjálslyndis og félagshyggju og lyftu hér umræðum um menningar- og þjóðfélagsmál á annað og hressilegra stig. Þeir nálguð- ust málefnin oft frá öðru sjónarhorni en heimamenn höfðu vanizt um hrið.“1:í Þorvaldur Thoroddsen segir í Minningabók sinni að miðað við Dan- mörk sé „hið æðra mentalíf miklu meira bundið við hina efnuðu yfir- stjett Svíaríkis, þar af leiðir að sænskir vísindamenn njóta meiri virð- ingar hjá almenningi og stjórnarvöldunum og geta látið meira til sín taka í hinu opinbera lífí. Hinn ríki aðall í Svíaríki og auðmenn af verzl- unarstjett hafa haft töluverðan áliuga á vísindum og vísindalegum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.