Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1985, Side 26

Andvari - 01.01.1985, Side 26
24 SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ANDVARI á hestum, hundasleðum, skíðum og snjóbílum, flogið ótal könnunar- ferðir yfir jöklana og lent þar bæði í flugvél og þyrlu. Þær rannsókna- ferðir á Vatnajökul sem hann hefur stjórnað eru komnar á annan tug og hvergi mun hann betur una og hvergi er Sigurður kátari en með jöklamönnum“ '8, enda sagði Sigurður einu sinni í viðtali 19 að Jökla- rannsóknafélagið stæði hjarta sínu nær en önnur félög sem hann hefði starfað í, því hvergi hefði hann unnið með jafn einhuga og ósér- hlífnu ágætisfólki. A skemmtunum Jöklafélagsins frumflutti Sigurður marga af sínum vinsælu söngvum — m. a. var ég viðstaddur frumflutn- ing söngsins um Siggu Geira á einni slíkri skemmtun, og þótti þetta vera ofurlítill list- og menningarviðburður - og svo skyldurækinn og áhugasamur var Sigurður um þetta efni, að hann sendi einu sinni nýj- an söng í bréfi frá Kaupmannahöfn af því hann gat ekki verið á árshá- tíðinni sjálfur. Sigurður var ágætur söngmaður, og spilaði undir á gítar mjög smekklega, enda taka Svíar tónlist af þessu tagi mjög alvarlega. „Þórsmerkurljóð“ Sigurðar varð til í Grímsvötnum skömmu fyrir 1960, og segir Halldór Ólafsson, vinur og aðstoðarmaður Sigurðar í mörg ár, þannig frá tildrögum þess: Halldór hafði ekið manni að Hvítá hjá Iðu, þar sem verið var að smíða brúna, og sátu menn þar að gleðskap. Með brúarmönnum voru þrír þýzkir stúdentar, sem komið höfðu gangandi norðan Kjöl, og sungu þeir þýzkan söng sem Halldór rninnir að héti „Des Zigeuners freuliche Leben“ og hafði að viðkvæði „faria, faria“. Brúargerðarmenn höfðu ort sönginn upp á íslenzku, og var þetta upphafið: Krísuvíkin er vondur staður faría, faría, þangað fer enginn óvitlaus maður faría, faría, og nam Halldór lag og kvæði. Viku síðar lágu þeir Sigurður veður- tepptir í Grímsvötnum og tvímenntu í koju. Var Sigurður lasinn og lá mest og mókti, en eitt kvöldið vildi Halldór gleðja hann og sagði: „Nú skaltu læra skemmtilegt lag sem ég heyrði um daginn“ og söng fyrir hann ljóð brúarvinnumanna. Morguninn eftir vakti Sigurður Halldór og var þá búinn að yrkja „Þórsmerkurljóð". Taldi Halldór að Þórs- mörkin befAi verið honum ofarlega í huga því hann var rétt kominn úr ferð þangað með Ferðafélaginu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.