Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1985, Side 27

Andvari - 01.01.1985, Side 27
ANDVARI SIGURÐUR ÞÓRARINSSON 25 XI Sumarið 1939 efnclu norrænir fornleifafræðingar til sameiginlegra rannsókna á fornum bæjarrústum og öðrum mannvistarleifum í Þjórs- árdal. Danski fornleifafræðingurinn Aage Roussell gróf ásamt Krist- jáni Eldjárn upp bæ Gauks Trandilssonar á Stöng, en Matthías Þórðar- son þjóðminjavörður kannaði bæ og kirkjugarð á Skeljastöðum. Upp úr kirkjugarðinum komu 66 beinagrindur, og rannsakaði Jón Steffen- sen prófessor þær. Sigurður Þórarinsson tók þátt í rannsóknum þessum sem jarð- fræðingur, með það fyrir augum að beita öskulögum til að tímasetja eyðingu dalsins. Komst Sigurður að þeirri niðurstöðu, að Heklugos árið 1300 hefði eytt dalnum og lýsti henni í ritgerðinni „Þjórsárdalur och dess förödelse" í Forntida gárdar i Island, safnriti um fornleifafræði- rannsóknirnar 1939 sem kom út hjá Munksgaard í Kaupmannahöfn 1943. Tímasetningin „Hekla 1300“ náði fljótlega sessi í erlendum ritum, og hefur reynzt þaulsætin þar þótt nýrri rannsóknaniðurstöður sýndu hana vera ranga. í áðurnefndri grein þeirra Sigurðar og Hákonar Bjarnasonar, sem birtist í Geografisk Tidsskrift 1940, er lýst útbreiðslu þriggja laga, sem tal- in eru vera frá Öskju 1875, Öræfajökli 1727 og Heklu 1300. Aldur síðarnefndu laganna tveggja byggðu þeir á rituðum heimildum: I sam- tímalýsingu sr. Einars Hálfdánarsonar á gosinu 1727 er nefndur „vikur, hvítur og póróttur"20, og villti það um fyrir þeim félögum, því eins og síðar átti eftir að koma í ljós var hið hvíta lag á Suðausturlandi frá Öræfajökulsgosinu 1362. Heklugosi árið 1300 er rækilegast lýst í Lögmannsannál, þar sem sá hluti er að gosinu lýtur er enn varðveittur í frumhandriti með hendi Einars prests Hafliðasonar. Þar segir (fært til nútímastafsetningar): MCCC. Elds uppkoma í Heklufelli með svo miklu afli að fjallið rifnaði svo að sjást mun mega meðan Island er bvggt. I þeim eldi léku laus björg stór sem kol á afli, svo að af þeirra samkomu urðu brestir svo stórir að heyrði norður um land og víða annars staðar. Þaðan fló vikur svo mikil á bæinn í Næfurholti, að brann þak af húsum. Vindur var af landsuðri, sá er bar norður yfir landið sand svo þykkan að, á meðal Vatnsskarðs og Öxarf jarðarbeiðar með svo miklu myrkri, að engi maður vissi hvort var nótt eður dagur, úti né inni, meðan niður rigndi sandinum á jörðina og huldi svo alla jörðina af sandinum. Annan dag eftir fauk svo sandurinn að menn fátu trautt leið sína í sumum stöðum. Þessa tvo daga þorðu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.