Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1985, Page 40

Andvari - 01.01.1985, Page 40
38 SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ANIIVARI taldi Þorvaldur Thoroddsen að jarðeldur sá, sem hrakti Álftver- inga burtu úr landnámi Molda-Gnúps, hafi verið sá, sem mynd- aði Eldgjár-hraunið á þessum slóðum. Nú er auðséð, að það hraun er miklu eldra en landnám, en þar með er ekki sagt að Landnámabók fari með rangt mál. Ofar á Mýrdalssandi austan- verðum er annað hraun, yngra miklu, og þykir mér mjög líklegt, að það sé sá jarðeldur, er Landnáma nefnir, og að það hraun hafi getað eytt bæjum í Álftaveri.12 Tíu árum síðar fylgdi Sigurður Þórarinsson þessu efni eftir í ritgerð- inni „Jarðvísindi og Landnáma" sem birtist í afmælisritinu Sjötíu rit- gerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni 20. ji'dí 1977. Þar ræðir hann 14 staði í Landnámu þar sem lýst er náttúruviðburðum eða breytingum í nátt- úrufari og kemst að þeirri niðurstöðu að allar lýsingarnar gætu átt við rök að styðjast. Og raunar eru nú ýmis teikn á lofti um það, að Álfta- vershraunið sjálft sé einmitt sá jarðeldur sem flæmdi menn úr land- námi Molda-Gnúps, eins og Þorvaldur Thoroddsen trúði, og hafi sá hraunstraumur runnið árið 934. Sigurður segir frá því í ritgerðinni um „Bjarnagarð" í Landbroti1’ að rannsóknir á jökulkjarna frá Græn- landi bendi til þess að árið 934 hafi orðið stórgos á norðurhveli, sam- bærilegt við Skaftárelda, og telur líklegast að þá hafi Eldgjá spúið, eins og Thoroddsen taldi. Öskulagarannsóknir Guðrúnar Larsen og Sig- urðar Þórarinssonar í Landbrotshrauni benda til þess, að það hraun hafi runnið snemma á 10. öld, og Álftavershraunið sömuleiðis að mati Guðrúnar Larsen, og hafa þá bæði þessi miklu hraun runnið í Eld- gjárgosi árið 934. I sömu ritgerð hefur Sigurður það eftir Jóni Stein- grímssyni, að árið 934 hafi stórhlaup komið undan Mýrdalsjökli, og kveðst munu fjalla um ártöl í ritum sr. Jóns í annarri ritsmíð. En af því varð aldrei. Sigurður var ekki einasta eljusamur við rannsóknir á Heklu og gos- sögu hennar, heldur einnig iðinn við að kynna niðurstöður sínar og annarra. Auk ritgerðanna fjögurra í ritsafni Vísindafélags íslendinga um Heklugosið 1947/48, skrifaði hann fjórar greinar um það gos og Heklu almennt í innlend og erlend tímarit. Einnig samdi hann bók fyr- ir almenning, Eldur í Heklu, sem kom út bæði á íslenzku og ensku árið 1956. Eftir gosið 1970 kom enn út slík bók á íslenzku og ensku, Hekla, og einnig fræðileg ritgerð í erlendu tímariti. Kvikmynd þá um Heklu- gosið, sem þeir Steinþór Sigurðsson og Árni Stefánsson tóku, sýndi hann og skýrði ótal sinnum bæði hér á landi og um allan heim og var óþreytandi að flytja fyrirlestra um gosið. 1 framhaldi af því samdi hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.