Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1985, Side 43

Andvari - 01.01.1985, Side 43
ANDVARI SIGURÐUR PÓRARINSSON 41 háttað í öðrum löndum. Á einu sviði náttúruverndunar hefur komizt á alþjóðleg samvinna, það er fuglaverndunin, enda sér- stök ástæða til alþjóðlegs samstarfs, þegar um fugla er að ræða, vegna þess hve margir þeirra eru farfuglar. Víða er og löggjöfín um fuglavernd aðskilin frá hinni almennu náttúruverndarlög- gjöf- Ég nefndi, að flest menningarlönd hefBu almenna náttúru- verndarlöggjöf, en þó er a. m. k. eitt land undanskilið, vort land ísland. Skal nú vikið að ástandinu í þessum málum hér á landi. í íslenzku veiðilöggjöfínni frá 1849, sem enn er í gildi að nokkru leyti, þótt aldargömul sé, eru ákvæði um friðun æðarfugls og heimild til friðunar annarra eggvera og er hvort tveggja gert með tilliti til hlunninda. 1913 fengum við allvíðtæka fuglafriðun- arlöggjöf og árið eftir löggjöf um friðun héra! Lög um friðun skíðishvala í landhelgi 1928 og lög um friðun hreindýra 1941. Samkvæmt lögum frá 1928 eru Þingvellir friðlýstir frá ársbyrjun 1930. Hér er þó ekki um að ræða náttúrufriðun í venjulegum skilningi og þyrfti um að bæta. Eina raunverulega náttúrufriðaða svæðið hérlendis er Eldey, sem friðuð var 1940. Hér með munu upptalin flest þau lög, er beinlínis miða að verndun íslenzkrar náttúru, en auk þess eru ýmis ákvæði í hlunn- indalöggjöfinni, sem óbeinlínis miða að því sama, og sama er að segja um skógræktar- og sandgræðslulöggjöfina. Einhverjir munu e. t. v. segja, að þetta sé nægileg löggjöf. Ég segi: hún er allsendis ónóg eins og nú er komið málum.M Loks rakti Sigurður ýmis dæmi til sönnunar því að brýna þörf bæri tii að setja þá þegar lög um þetta efni: framræsla mýranna hefði verið svo ör, að til þess gæti komið að „friða yrði einhverja óframræsta mýri í sumum héruðum, svo seinni tímar geti vitað, hvernig gróðurfari og öðru ásigkomulagi mýranna var háttað fyrir framræsingarnar“. Grænavatni í Krísuvík hefði verið spillt með smekklausum fram- kvæmdum, Rauðhólum við Reykjavík mokað skipulagslaust í burtu, rótað þannig í Grábrók í Norðurárdal og Helgafelli í Vestmannaeyjum að til náttúruspjalla horfði, steingervingum á Brjánslæk og dropastein- um í Surtshelli og víðar spillt, og loks að hið einstæða náttúrufyrirbæri Mývatn væri í hættu ef notað yrði til vatnsmiðlunar á óskynsamlegan hátt. Mörg önnur dæmi rakti hann, en síðan segir: Við lifum á tímum, sem meta Ilest til silfurs og seðla og kalla það raunsæi, en nefna e. t. v. trú á þau verðmæti, sem ég hef hér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.