Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1985, Page 46

Andvari - 01.01.1985, Page 46
44 SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ANDVARI Árið 1955 hljóp Múlakvísl og varð það upphaf að rannsóknum Sigurðar á gossögu Kötlu. Tuttugu árum síðar birti hann yfirlit þeirra í Árbók Ferðafélags íslands 1975, „Katla og annáll Kötlugosa“, en árið 1974 hafði tekizt að rekja öskulagið frá gosinu í Öræfajökli 1365 vestur yfir Mýrdalssand og tengja þannig gjóskusnið í Mýrdal inn í gjósku- lagatímatalið. Haf'ði Katla reynzt sérlega erfið viðfangs vegna þess hve lík öskulög frá henni eru hvert öðru. í öskusniðum sínum fann Sigurð- ur merki um mikið Kötlugos um 1490 sem engar heimildir eru til um. Ennfremur fann hann Kötlulag frá því um 1000, sem tengja má þeirri hugmynd Sigurðar Nordals að Þangbrandur trúboði hafí lent í jökul- keri á Mýrdalssandi, sem myndazt hafi í Kötluhlaupi, en í jarteikna- sögu af Þangbrandi segir að hann hafi týnt hesti sínum í jörð niður en bjargazt sjálfur.19 í glímu sinni við gossögu Kötlu rakst hann ennfrem- ur á saumnálina undir „Sólheimalaginu" á Felli í Mýrdal sem frá var greint í upphafí þessarar ritgerðar10, en síðasta grein hans um Kötlu, sem hann skrifaði 1980 ásamt Einari á Skannnadalshóli og Guðrúnu Larsen,41 fjallaði einmitt um Sólheimalagið, sem nú hafdi tekizt að rekja til ársins 1357. Árið 1956 skrifaði Sigurður ásamt Jóni Jónssyni og Þorleifí Einars- syni um fjörumóinn í Seltjörn, en öskulögin þar gefa til kynna að sl. 3000 ár hafí landsig í Reykjavík verið sem næst 15 sm á öld. Árið 1958 birtist svo 100 bls. ritgerð um Öræfajökulsgosið 13 6 242 sem lagði sveit- ina Litlahérað í Austur-Skaftafellssýslu í eyði um sinn. Öskulagið frá Jjví gosi höfðu þeir Hákon Bjarnason kannað á sínum tíma og talið vera frá 1727. Sigurði mældist rúmmál gjóskunnar hafa verið um 10 km3, og að þetta gos hafí verið hið mesta á íslandi síðan landnám hófst, en hið Jrriðja mesta eftir ísöld. í ritgerðinni lýsir hann einnig stuttlega „Svínafellslögunum“ svonefndu, syrpu af setlögum sem Helgi Björns- son á Kvískerjum haíði fundið 1957, og aldursákvarðar þau með hjálp segulmælinga, en sú aðferð var þá tiltölulega ný af nálinni. Svínafells- lögunum lýsti Sigurður svo nánar í sérstakri ritgerð 196 343. Einn megintilgangur hinna upprunalegu mýrarannsókna Sigurðar 1934 hafði verið sá að kanna sögu uppblásturs á íslandi, og árið 1961 birti hann mikla ritgerð um það efni í Ársriti Skógrœktarfélags íslands44. Þar eru öskulögin notuð til að mæla áfok, og þar með uppblástur jarð- vegs síðan ísaldarjökla leysti, og kemur í ljós að jarðvegsþykknun hafði verið næsta hæg og jöfn þar til skógeyðing og búfjárbeit hófst með landnámi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.