Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 49
ANDVARI
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
47
að vænta, að fleiri myndu brátt fylgja á eftir. Ég tel æskilegt,“ sagði
hann, „nemendanna vegna, að kennslan í þessum greinum komist sem
fyrst að langmestu leyti í hendur mér yngri manna. Við eigum nóg af
ungum færum mönnum, og von mín er, að þegar búið er að koma
þessu á einhvern viðunandi rekspöl, verði hægt að létta það á mér, að
ég geti varið einhverjum verulegum tíma af því sem ég á eftir af minni
starfsævi, — en það styttist óðum — til að vinna og skrifa það, sem ég tel
mig eiga óunnið og óskrifað og tel mig hafa búið mig undir það vel, að
ég ætti öðrum betur að geta unnið það.“48 Jafnframt lýsti hann því yfir
í viðtalinu, og oft síðan, að stefna bæri að því að menn geti unnið hér
heima að framhaldsrannsóknum og framhaldsnámi. Leit hann á stofn-
un Norrænu eldfjallastöðvarinnar 1973 sem þátt í þeirri viðleitni. Sig-
urður hafði verið meðal helztu hvatamanna að stofnun Eldfjallastöðv-
arinnar, og þótti ýmsum sjálfsagt að hann yrði forstöðumaður hennar,
en hann taldi betur fara á að yngri maður yrði fyrir valinu. Var Guð-
mundur E. Sigvaldason þá ráðinn til starfsins, en Sigurður tók sæti í
stjórn hennar og lét hag hennar sig miklu skipta. Formlegt framhalds-
nám í raunvísindum er ekki enn komið á við Háskóla Islands, en á
þessu ári (1985) varði Páll Imsland jarðfræðingur doktorsritgerð við
háskólann, og er hann fyrsti nemandi verkfræði- og raunvísindadeild-
ar, sem numið hefur fræði sín að öllu leyti við Háskóla Islands allt til
doktorsprófs. Vann Páll rannsóknaverkefni sitt á Eldijallastöðinni.
Meðan Sigurður gegndi prófessorsembætti við háskólann sá hann
um inngangsnámskeið í jarðfræði fyrir fyrsta árs nemendur. Naut hin
yfirgripsmikla þekking hans sín vel í þeim fyrirlestrum, svo og rómuð
fyrirlestratækni, enda voru þeir til þess fallnir að skapa áhuga og yfir-
sýn yfir fræðin. Mega þeir nemendur, sem nutu kennslu Sigurðar við
háskólann, kallast lukkunnar pamfílar að þessu leyti. í vetrarlok fór
hann svo á ári hverju með hópinn í viku ferðalag um Suðurland, því
náttúran er þrátt fyrir allt bezta kennslubókin. í þeiin ferðunt lagði Sig-
urður jafnan áherzlu á mælingar ekki síður en lýsingu: öskusnið voru
að sjálfsögðu mæld og túlkuð, og í þeirri einu ferð sem ég fór sem að-
stoðarmaður hans er mér minnisstætt að hann lét nemendur gera töl-
fræðilega úttekt á lögun stuðlanna í Kirkjugólfi á Síðu — hversu margir
eru sexhyrndir, fimmhyrndir, ferhyrndir o. s. frv., — lét telja hraunlög-
in í Kálfafellstindi og meta þannig meðalþykkt hraunlaga, og mæla
hæð og hallajarðsilsstalla sunnan í Pétursey. Birti hann litla grein íjökli
1981 um sumar þessara athugana, „Sitthvað úr Suðurlandsferðum".
Pessa afstöðu Kelvins lávarðar, „að mæla það sem mælanlegt er og gera