Andvari - 01.01.1985, Síða 81
andvari
JÓNAS JÓNSSON OG MENNINGARSJÓÐUR
79
einkum af hinni gömlu, hefðbundnu myndlist, en kunni lítt að meta nýjar
stefnnr og strauma samtímalistar. En bætt menntun íslenskrar alþýðu,
jafnt á skólabekk sem með lestri góðra bóka, var snemma markið sem hann
lmgðist keppa að. Og veigamikill þáttur æskilegs uppeldis var að dómi hans
aðstaða fólks til að njóta fagurra lista.
Fljótlega eftir að Jónas Jónsson gerðist ritstjóri blaðs ungmennafélag-
anna, Skinfaxa, árið 1911, var ljóst að almennur þjóðmálaáhugi hans var
vaknaður. Bein stjórnmálaafskipti hóf hann þó ekki fyrr en nokkru síðar,
en frá því að blaðið Tíminn hóf göngu sína árið 1917, setti hann meiri svip
á íslensk stjórnmál en nokkur einstaklingur annar, um nær þriggja áratuga
skeið.
Ekki leikur það á tveirn tungum, að ráðuneyti Tryggva Þórhallssonar,
sem tók við stjórn landsins í ágústmánuði 1927, var athafnasamt og veitti
brautargengi mörgum framfaramálum, einkum þegar litið er til féleysis
þjóðarinnar á þeint árum. Atkvæðamestur og hugkvæmastur í þeirri ríkis-
stjórn var dóms- og kennslumálaráðherrann, Jónas Jónsson. Þegar Jónas
leit til baka yfir þetta tímabil þrem áratugum síðar, lýsti hann því með svo-
felldum orðum:
Þá var á nokkrum árum unnið skijmlega að því að koma á fót sund-
höll í Reykjavík og sundlaugum út um land, ríkisútvarpi, bygginga-
og landnámssjóði, verkamannabústöðum, mörgum héraðsskólum,
húsmæðraskólum, gagnfræðaskólum, og þjóðleikhúsi og landspítala
í Reykjavík, svo að fá dæmi séu nefnd . . . Hér var um að ræða alhliða
sókn í framfaramálum og menningarmálum í landinu. (Andvari
1960)
II
Árið 1928, á fyrsta þingi eftir að hin nýja ríkisstjórn hafði tekið við
völdum, lágði Jónas Jónsson fram tvö stjórnarfrumvörp, er hann kvað sam-
tengd og bæði stefna að einu marki: „Eflingu sjálfsmenntunar og þróun
lista og vísinda." Voru þetta frumvörp til laga urn Menntamálaráð og
Menningarsjóð. Enda þótt um nýmæli væri að ræða, hlutu bæði frumvörp-
in góðar undirtektir á Alþingi og urðu að lögum vorið 1928 með smávægi-
legum breytingum (nafni breytt úr „menntamálanefnd" í „menntamála-
ráð“ og ráðsmönnum fjölgað úr þremur í fimm).
1 lögum um Menntamálaráð Islands segir:
Eftir alþingiskosningar skal í sameinuðu Alþingi kjósa með hlut-
bundnum kosningum fimm ntanna nel nd, er starfar allt kjörtímabil-
ið og kallast Menntantálaráð íslands . . . Hlutverk Menntamálaráðs
íslands er: