Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1985, Page 83

Andvari - 01.01.1985, Page 83
ANDVARI JÓNAS JÓNSSON OG MENNINGARSJÓÐUR 81 Síðara frumvarpið, um Menningarsjóð, lilaut einnig góðan byr og varð að lögum. Meginefni þeirra laga er þetta: Stofna skal sjóð, er nefnist Menningarsjóður. Tilgangur lians er að styðja almenna menningu í landinu, rannsókn íslenskrar náttúru og þróun þjóð- legrar listar. 1 il sjóðsins falla árlega allar tekjur af áfengi, hverju nafni sem nefnist, sem ólöglega er flutt til landsins og upptækt gert af réttvísinni, ali- ar tekjur af seldum skipum, sem af sams konar ástæðum hafa verið gerð upptæk, svo og allar sektir fyrir brot á áfengislöggjöfmni, bæði samkvæmt landslögum og lögreglusamþykktum. Menntamálaráð hefur á hendi yfirstjórn Menningarsjóðs. í apríl ár hvert skiptir sjóðstjórnin tekjum frá liðnu ári í þrjá jafna hluta. Skal einum þriðj- unginum varið til þess að gefa út góðar alþýðlegar fræðibækur og úrvals skáldrit, frumsamin eða þýdd. Annar þriðjungurinn gengur til að kosta vís- indalegar rannsóknir á náttúru landsins og til útgáfu vísindalegra ritgerða um íslenska náttúrufræði. Einum þriðjunginum skal varið til að kaupa lista- verk fyrir landið, til að verðlauna uppdrætti af byggingum, húsbúnaði og fyrirmyndum fýrir heimilisiðnað í þjóðlegum stíl. Einnig má verja fé til út- gáfu veggmvnda eftir íslenskum listaverkum til heimilisprýði. Sérákvæði voru í lögunum um yfirstjórn tveggja deilda sjóðsins, bóka- deildar og náttúrufræðideildar. Bókaútgáfunni skyldu stýra þrír menn sjálfkjörnir: Prófessorarnir í íslenskum bókmenntum og si'jgu við Háskóla Islands og kennarinn í íslensku við Kennaraskólann. Náttúrufræðideildin var einnig sett undir stjórn þriggja sjálfkjörinna manna: forstöðumanns náttúrugripasafnsins í Reykjavík og kennaranna í náttúrufræði við Menntaskólann í Reykjavík og Gagnfræðaskólann (brátt Menntaskólann) á Akureyri. Skoraðist einhver þessara manna undan fyrrgreindum störfum, skyldi Menntamálaráð skijta mann í hans stað. — Sá hluti Menningarsjóðs, sem styðja átti listir, stóð undir beinni stjórn Menntamálaráðs. Enda þótt frumvörp Jónasar Jónssonar um Menntamálaráð og Menning- arsjóð hlytu góðar viðtökur á Alþingi og yrðu brátt að lögum, sætti það nokkurri gagnrýni, að sjóðnum skyldu ætlaðar tekjur af rekstrarfé fyrir áfengislagabrot. Jón Þorláksson, formaður stjórnarandstöðuflokksins, kvaðst vera fylgjandi stofnun sjóðs til eflingar vísinda og lista, en taldi tekjuöflunaraðferðina óviðfelldna og eðlilegra að ætla Menningarsjóði framlag af almennum tekjum ríkissjóðs. Ásgeir Ásgeirsson, formaður menntamálanefndar neðri deildar, svaraði þeirri athugasemd á )>á leið, að oft haft reynst næsta erfitt að fá fjárveitingu til menningarmála. Og hann bætti við: „Það er gamall siður að láta mammon ranglætisins vinna eitthvað gott sér afbötunar, og verður það ekki betur gert en að styrkja listir og vís- indi.“ 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.