Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1985, Page 108

Andvari - 01.01.1985, Page 108
106 HÖSKULDUR ÞRÁINSSON ANlJVARi 4. Framburðarrannsóknir — nokkrar niðurstöður. Það er alkunna að á árunum milli 1940 og 1950 var gert verulegt átak í frantburðarkennslu í íslenskum skólum. Aðalstjórnandi þess átaks var dr. Björn Guðfínnsson. Það er oft til þess vitnað að þetta átak hafi borið góðan árangur, en það er vert að hafa í huga að dr. Björn vissi hvað hann vildi gera vegna þess að hann studdist við áralangar rannsóknir sem hann hafði unnið að með styrk hins opinbera (sjá t. d. tilvitnuð rit hans í ritaskrá). Svo að vitnað sé til líkingarinnar sem áður var notuð, má segja að dr. Björn hafi bæði verið grasafræðingur og garðyrkjumaður og sem garðyrkjumaður lá hann ekkert á þeirri skoðun sinni að honum þóttu ekki öll blóm jafnfalleg eða fara jafnvel í garði. Menn geta haft mismunandi skoðanir á þeim tillög- um sem dr. Björn hafði frant að færa um framburðarkennslu, þ. e. á leið- beiningum hans um garðrækt, svo að haldið sé áfram með líkinguna, en engum blandast hugur um að hann vann stórvirki í rannsóknum og þeir sem hafa fengist við móðurmálskennslu búa enn að því á margan hátt sem Björn vann. Nú eru uppi raddir um það að aftur þurfi að gera átak í fram- burðarkennslu en það liggja ekki enn fyrir neitt nálægt því nægilega ítar- legar upplýsingar um framburð landsmanna til þess að hægt sé að segja að aðstæður séu svipaðar því sem var á dögum Björns. Ég vil þó leyfa mér að segja hér dálítið frá rannsóknum sem við Kristján Árnason höfum unnið að undanfarin ár og skýra svolítið frá því á hvern hátt þær ættu að geta orðið mönnum að liði í skólastarfi og myndað grundvöll undir skynsamlega um- ræðu um framburðarmál. Rannsókn okkar Kristjáns stendur nú þannig að efnissöfnun er mjög langt komin og henni lýkur væntanlega að mestu á þessu ári (1985). Við höfum ferðast um allt land með aðstoðarmönnum okkar og fylgt þeirri meginreglu að koma í hvern hrepp eða hvert sveitarfélag og ræða þar við svo sem 10 manns að jafnaði, þó yfirleitt heldur fleiri í stærri þorpum og kaupstöðum en færri í mjög fámennum hreppum. í Reykjavík var úrtakið um 200 manns. Gera má ráð fyrir að könnunin nái til a. m. k. 2500 manna um það er lýkur. Viðtöl við hvern einstakling eru oftast 20-30 mínútur þannig að heildartími viðtalanna gæti orðið á annað þúsund klukkustund- ir. Það er því augljóslega geysileg vinna að hlusta á öll viðtölin og vinna úr þeim, því að auðvitað er ekki nóg að láta segulband með viðtölunum ganga viðstöðulaust í 1000 klukkutíma eða svo, heldur verður að hlusta gaum- gæfilega á framburð hvet s einstaklings og skrá á sérstök eyðublöð öll þau atriði sem markverð þykja. Þá koma auðvitað oft upp álitamál þannig að rannsóknarmaðurinn verður að marghlusta á sama orðið, en annars hlusta minnst tveir á hverja upptöku og oftast þrír það sem af er. Úrvinnslunni er nú þar komið að lokið er hlustun og tölvuvinnslu á efni úr Vestur-Skafta- fellssýslu, Reykjavík og Kópavogi, en efni úr Skagafjarðarsýslu, Eyjaíjarð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.