Andvari - 01.01.1985, Page 118
116
HÖSKULDUR l’RÁINSSON
ANDVARI
Tajla 5: „Aíbrigðileg tvíhljóð“
einkum einhljóðun stuttra tvíhljóða:
Aldnrsflokkur: Einkunn:
1. 12-20 ára: 109.2
2.21-45 ára: 103.9
3. 46-55 ára: 108.1
4. 56-70 ára: 103.6
5. 71 árs og eldri: 108.7
Fylgni við aldur: -0.0862, p=0.114
Fylgni við „óskýrmæli": 0.1684, p=0.010
Fylgni við „óskýrmæli 2“: 0.1913, p=0.004
í sem stystu máli má segja að þetta virðist yfírleitt heldur algengara en flá-
mælið svonefnda er nú, en hins vegar er lítill munur á kynslóðum að þessu
leyti og fylgni við aldur er því mjög lítil og naumast marktæk. En það er at-
hyglisvert að þrátt fyrir þetta er nokkur fylgni milli þessa einkennis og ó-
skýrmælisbreytanna sem áður voru taldar. Það eru m. ö. o. einhver tengsl
þarna á ntilli. Þetta þýðir þá m. a. að þeir sem stundum fella niður einstök
hljóð og atkvæði og segja t. d. dabla og klóstið - þessir menn eru svolítið lík-
legri til þess en aðrir að segja lagð fyrir lœgð eða hust fyrir haust.
Þetta verður að nægja sem sýnishorn af því hvað sjá má út úr þeim gögn-
um sem við Kristján höfurn safnað. Ég held að það ætti að vera sæntilega
ljóst af þessu að þarna má finna ýmislegan efnivið í lýsingu á því hvernig
við íslendingar tölum í raun og veru, m. a. lýsingu á sumum þeim þáttum
sem menn virðast eiga við þegar þeir nefna óskýrmæli eða latmæli. Við höf-
um t. d. séð að brottfall önghljóða, brottfall heilla atkvæða og önghljóðun
nelbljóða eru þættir sem einkenna fremur mál ungs fólks en þeirra sem
fullorðnir eru. Framburðurinn u fyrir ö virðist líka heldur algengari hjá
unglingum en fullorðnum, ef frá er talin elsta kynslóðin, en hjá þeirri kyn-
slóð má líka finna fleiri af hinurn svonefndu flámæliseinkennum. Einhljóð-
un (stuttra) tvíhljóða virðist hins vegar ekki sérstakt einkenni á máli ungl-
inga en er þó framburðaratriði sem er tengt því sem hér var kallað óskýr-
mæli. Þetta er augljóslega meðal þess sem menn þurfa að hafa hugmynd
um ef þeir ætla að fara að sinna framburðarkennslu í skólum og fjölmiðl-
um. En það er auðvitað margt íleira. Við vitum t. d. ekki enn hvort tengsl
framburðareinkenna við aldur eru svipuð um allt land, en við fáum von-
andi bráðum að vita það. Þess verður hins vegar lengra að bíða að við vitum
hvort það er nýtt í sögunni að unglingar séu óskýrmæltari (í þeim skilningi
sem hér er lagður í það orð) en þeir sem eldri eru. Það er kannski ekkert