Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1985, Page 137

Andvari - 01.01.1985, Page 137
ANDVARI TÓNLIST, RÉTTLÆTI OG SANNLLIKUR 135 líking. Eí hún er það ekki, má þá kannski vænta þess að skilningur á máli varpi ljósi á veldi tónlistarinnar yfír mönnnnum? IV Hvers vegna er tónlist talin vera mál? Við skulum fyrst leita svars við þessari spurningu lijá Schopenhauer sem er snjallastur og frægastur þeirra heimspekinga sem fjallað hafa um tónlist í ritum sínum. Hann nálgast efn- ið eins og ég gerði í upphafi máls míns: hann segir að tónlist líki ekki eftir neinu, hún endurspegli ekki né endurómi neina hugmynd eða hugsun um heiminn. Samt er hún list, og sem list lilýtur hún að sýma heiminn með ein- hverju móti þótt hún lýsi honum ekki. Og þetta samband tónlistar og veru- leika hlýtur að vera einstaklega náið; það hlýtur að vera „eine unendlich wahre und betreffende Beziehung": óendanlega satt og náið samband. All- ar aðrar listir verða einberar hugmyndir eða hugsanir um einstaka hluti við markaðan baug. Tónlistin lætur á hinn bóginn engar liugsanir í ljósi. Sam- band hennar við heiminn er milliliðalaust samband við sjálft eðli heimsins, það er að segja viljann sjálfan eins og Schopenhauer mundi heldur vilja komast að orði. Hugmyndir eru ekki nema skuggar sem heimurinn varpar á vegg; í tónlist sjáum við hann sjálfan eins og hann er. Hér er komin skýringin á valdi tónlistarinnar yfir mönnunum sent Schopenhauer taldi meira en allra annarra lista og vísinda. í tónlist er það heimsviljinn sjálfur sem talar til okkar: hún er hans mál.M Nú er þetta allt saman ekki annað en mælska, þótt sumt af því sé svolítið áhrifamikil mælska að mér finnst. En ef betur er að gáð má greina tvær rök- semdir hjá Schopenhauer fyrir þessum himinhrópandi niðurstöðum um tónlist og veruleika. Hin fyrri er sú að tónlist nái tökum á hverju manns- barni þegar í stað: hún skilst á stundinni. Hin síðari, sem við skulurn segja að Schopenhauer sæki til Pýþagórasar, er að rekja megi alla tónlist til talna og lögmála sem tölur hlíta. Tónlist skilst eins og mál, og ef rétt er með hana farið verður hún að sýn til hins sanna veruleika lil viðbótar, eins og málið verður líka ef vel er með það fariö. Það blasir við að þessi kenning er ekki beysin, og rökin fyrir henni eru hálfu verri. Þó svo að segja mætti að tónlist sé í einhverjum skilningi skiljan- leg hverju mannsbarni, dugar það auðvitað ekki til að sýna fram á að bún sé mál, né heldur að hún svo mikið sem líkist máli. Því skyldum við ekki segja að það sé margvíslegur skilningur til sem hafi ekkert með málið sem við tölum að gera? Til að mynda skilningur á leikjum og töflum, eða þá á vélum af öllu tæi. Sumir menn virðast geta ná fullkomnu valdi á véluni án þess að geta sagt mikið um þær á mæltu máli, fremur en söngvari getur um ' addfæri sín sem hann beitir þó af ýtrustu nákvæmni. Nietzsche - sem er ámóta kunnur heimspekilegur höfundur unt tónlist °g Schopenhauer — segir í Fræðum kœtinnar:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.