Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 149

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 149
ANDVARI ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 147 að taka ofan fyrir þeim. „Jú, sjáðu nú til,“ svarar vinur Ólafs, „þú sást það á klæðaburðinum, að þessi maður var greinilega verkamaður. Margir verkamenn gera sér að reglu að taka ofan, ef þeir mæta manni með hatt, ef þeir skyldu þurfa að leita til hans með vinnu síðar.“ „Þá sá ég fyrst,“ sagði Ólafur, „hvað við vorum andskoti aumir."- Það heyrði ég sagt, að Ólaf hefði alltaf langað á þing, þótt ekki yrði af því. Hann var þó ekki í minnsta vafa um áhrif sín. Hann hafði víst einhver af- skipti haft af Sambandslögunum eða samningunum um þau og sagði mér, að hann befði lært á því, að það ætti alltaf að byrja á því að semja um smá- atriðin en bíða með aðalatriðin. Það skilaði beztum árangri. Eina þjóðsögu aflífaði Ólafur fyrir mér gjörsamlega. Ég hafði fengið þá hugmynd, að dönsk alþýða hefði ætíð verið íslendingum vinveitt; það væri aðeins ill og bölvuð yfirstéttin, sem hefði níðzt á okkur. Ólafur kvað þetta af og frá um Dani, þeir hefðu hugsað eftir þessum leiðum: „Ég þekki Friðriksson, það er ágætur strákur, en allir hinir eru vitlausir!" Og má aftur vel hafa satt verið. Kalda stríðið og McCarthyisminn voru í algleymingi á árunum upp úr 1950, og Ólafur var haldinn, að manni fannst, allt að því sjúklegu komm- únistahatri. Ég hygg, að hann hefði á þeim árum með glöðu geði skrifað nndir lög, sem gert hefðu kommúnista hartnær óalandi ogóferjandi. Aftur er ég jafn sannfærður um það, að hann hefði gefið sinn síðasta eyri ogjafn- vel lagt líf sitt í sölurnar fyrir kommúnista, sem var vinur hans og hann þekkti sjálfur; þetta var svo góður drengur. Öll „vinstrivilla“ í Alþýðu- flokknum var að hans dómi ekkert nema óguðlegt kommúnistadaður. Þeir Hannibal Valdimarsson og Alfreð læknir Gíslason voru um þessar mundir að byrja að stökkva út undan sér pólitískt, og Alfreð var rekinn úr flokknum. Ég spurði Ólaf, hvaða lógík væri í því að reka Alfreð en ekki Hannibal. „Engin!“ svaraði Ólafur stutt og laggott („En Hannibal lofaði bót og betrun!" sagði Haraldur Guðmundsson, þegar ég bar þetta undir hann seinna úti í Osló). Ólafur vissi ætíð vel af sér. Hann hafði á árum áður gefið ut fyrsta bita- stæða glæpareyfarann á íslenzku, „Allt í lagi í Reykjavík" heitir hann. „Ég tók mig til og las bókina upp aftur fyrir nokkru“ sagði Ólafur við mig, „mik- ið helvíti er hún góð!“ Hann setti aldrei ljós sitt undir mæliker, blessaður. Hann gaf mér síðan bókina, ég fylgdi honum upp á það sem mér þótti vera hanabjálkaloft í Alþýðuhúsinu að sækja hana, þar bjó þá Ólafur. Er. ekki fékk ég að koma með honum inn í vistarveruna, hann skauzt inn að sækja snilldarverkið. Þó þóttist ég sjá það sem í sjónhending væri, að þrifnaður og reglusemi væru ekki allsráðandi á heimilinu, og var enda mál Ólafs eins. Eftir stúdentspróf fór ég fljótlega til náms í Noregi og sá ekki Ólaf eftir það. Svo frétti ég, að hann væri kominn á Klepp. „Mér hefur alltaf verið hulin ráðgáta, hversvegna Ólafur Friðriksson snerist á sveif með kommún- >stum,“ segir Hendrik Ottósson. En það er nú svo, að kommúnisminn var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.