Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 153
ANDVARl
„EITT SPOR Á VATNI NÆGBI MÉR“
151
hinn slétta texta lífi skáldskaparins. Auðvitað lánast þetta misvel hjá Jóni,
en samt f'urðu oft: póesían er aldrei fjarri í máli hans. í nýju bókinni stend-
ur aftast kafli sem heitir Nútíð og saga. Þar er að fínna biblíuljóðið Hin síð-
asta kvöldmáltíð. Jón hefur áður ort út af ritningartextum, m. a. langan
ljóðaflokk í Altarisberginu. Hér tekst honum það sem ekki lánaðist í þeim
fíokki sem aldrei lyfti sér yfír ritningargreinarnar sjálfar. Kvöldmáltíðin
verður persónuleg nærgeng reynsla. Og skemmtilega er ort um Hallgerði
í Laugarnesi („Haddur fornkonunnar/ grátt strý í moldinni“).Dauðaógn
fornsögunnar er einnig haglega notuð til að skerpa þá lífsjátun sem er
kjarninn í viðhorfí skáldsins. Að öllu samanlögðu er Gott er að lifa ein mark-
verðasta bókjóns úr Vör á seinni árum.
Ferill Kristjáns Karlssonar er sérstæður meðal skálda vorra. Hann er
löngu kunnur bókmenntafræðingur og ritgerðahöfundur um bókmennt-
ir, en gaf út fyrstu ljóðabók sína, Kvœði, 1976. Kvæði 84 (Almenna bókafé-
lagið) sem út kom í fyrra er fjórða bók hans. Kveðskapur Kristjáns er ný-
stárlegur í íslenskri ljóðagerð, svo mjög að menn hafa yfírleitt staðið nokk-
uð tvíátta gagnvart honum. Líklega þarf að meta ljóð Kristjáns í ljósi kveð-
skapar enskumælandi þjóða, en skáld vor hafa sem kunnugt er yfirleitt ver-
ið borin upp að ljósi Norðurlanda. Rækilegasta og skilningsbesta greinin
um skáldskap Kristjáns til þessa er reyndar samin af erlendum manni sem
vald hefur á íslensku, Bernard Scudder: „Utfærsla landhelgi íslenskrar
ljóðlistar", Morgunblaðið 7. júlí 1985. Þar er einkum fjallað um ljóðaflokk-
inn New York, 1983, stærsta og metnaðarfyllsta verk Kristjáns til þessa.
I Kvœðum 84 heldur skáldið áfram sínum undirfurðulega hugmyndaleik.
Sannast að segja virðist mér ljóðagerð Kristjáns verða sífellt dulari og
einkalegri með hverri bók. í fyrstu bókinni, íslenska hluta hennar, eru
nokkur ljóðræn kvæði, í minningu einstakra manna, sem gripu hug lesand-
ans tiltölulega fljótt. Þau voru sum hver þó svo abstrakt að sitthvað í þeim
að minnsta kosti var afsleppt, ég nefni ljóð um Magnús Ásgeirsson. Nokkur
ljóð af þessu tagi eru í næstu bók, Kvœðum 81 sem ég fjallaði dálítið um í
Skírni 1982; þeirra á rneðal er hið forkunnargóða kvæði, Vormorgunn á
Húsavík.
Nú er það fráleit krafa að ljóð skuli vera fljóttekin og auðskilin enda sér
hver maður hvernig umhorfs yrði í ríki ljóðlistarinnar ef slíkt mat ætti að
gilda. En hins vegar mega þau ekki vera eins og læstur kistill sem höfund-
tirinn einn hefur lykil að. Þannig koma ýmis ljóð Kristjáns mér fyrir sjónir,
bæði í flokknum New York og nýju bókinni. í fróðlegu og skemmtilegu við-
tali í Morgunblaðinu 18. maí 1985 skýrir Kristján ýmis kvæði sín og er gam-
an að fylgja hugsanaferli hans. Og þótt lesandinn skilji ekki alltaf vel hvað
skáldið er að fara finnur hann þó jafnan návist persónulegs skáldskapar.
Alltént er gaman að skoða beitingu ljóðmálsins. Tökum lil dæmis litaskal-
ar|n í fyrsta ljóði flokksins Guðríður á vori: