Andvari - 01.01.1902, Page 10
4
hœtta falin fyrir minni niáttar samþegna, sem áttu sjer
sjerstakt þjóðerni að vernda. Hinir nýju ráðgjafar kon-
ungs voru að vísu rammir þjóðfrelsismenn, en það þjóð-
frelsi, sem ]>eir unnu, var danskt þjóðfrelsi eða þjóð-
ríki, og þess dýrð þeirra mark og mið. Þeim þótti
sjálfum svo ofurvœnt um Danmörk og hennar veg, að
hætt var við, að þeir ættu bágt með að skilja það eða
una því, að aðrir þegnar rikisins hel'ðu annarlega þjóð-
ernisguði, og þeir munu að minsta kosti sumir hverjir
liafa álitið það þverhöfðaskap og einþykkni af Islending-
um, að skoða Island sein sitt fósturland, og vilja ekki
jiiggja ]>að kostaiioð að vera danskir með Dönum, og
taka ]>átt í þeirra þjóðfrægð'). Það var og bersýnilegt,
að ástandið í hértogadæmunum var mjög óheppilegt fyr-
ir íslendinga. Þær sjálfstæðiskröfur, sem þar lýstu sjer,
voru ríkinu háskalegar og urðu að l'ullri uppreist, eins
og kunnugt er, ]>egar eftir marzhreyfinguna í Kaup-
mannahöfn 1848. — Þó að málstaður íslands vitanlega
ætti ekkert skylt við kröfur hertogadæmanna og ekkert
samskonar gæti komið neinum ísléndingi í hug, heldur
að eins lögiegt jafnrjetti eftir þjóðerni og landsháttum,
hyggt á grundvelli friðar og þegnlegrar ldýðni við hans
hátign konunginn, þá gat óhugur sá, sern aðfarir her-
togadæmanna vöktu með Dönum, orðið til að vekja
grunsemdir og beig á kröfum og óskum íslendinga,
hversu rjettmætar sem þær voru og óskaðlegar fyrir
ríkisheildina, og að minsta kosti var hætt við, að þetta
drægi úr áhuga danskra þjóðfrelsismanna, að styðja sjer-
stakar þjóðernishreyfmgar íslendinga.
Það reið því á að vera vakandi, og halda fram
rjetti og ]>örfum íslands með festu og stillingu, ef ]mð
átti ekki að verða gjörsamlega útundan við hina nýju
i) Sbr. Ný félagsrit i848, bls. 21.