Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 12
6
gjðra slíkt óumfh'janlega nauSsynlegt, enda sje reynslan
búin að fullsanna, að þdð sjr og verði jafnan ómögu-
legt að stjórna Islandi frá Kaupmannahöfn, svo
nein mynd sje á, heldur hljóti ]>að fyrirkomulag að skjóta
loku fyrir al!a framför landsins. — Hann dregur upp
mynd af ]>ví fyrirkomulagi, er hann álítur landinu sam-
])oöið og hepjúlegast aö fara fram á, og koma ]>ar fram
öll ]>au aðalatriði, er hann síðan hjelt fast fram til dauða-
dags, gegnurn 30 ára stöðuga og trúa baráttu. Aðal-
atriðin eru ]>essi: að alþingi fái löggjafarvald, að inn-
lend stjórn sé sett í landinu sjálfu; að Island eigi
sjer erindreka í Kaupmannahöfn, við hlið konungs, að
fullkominn fjárskilnaður sje gjörður milli landauna, en
Island gjaldi ákveðið gjald á konungsborð, eptir tillög-
um nefndar, er skipuð sjejafnt Dönum og íslendingum,
en alþingi og kónungur staðfesti síðan tillögur nefndar-
innar.
Með auglýsingu 4. apríl 1<S48 hafði Friðrik kon-
ungur sjöundi kvatl til setu ráðgjafarþing Eydana, Jóta
og Sljesvíkurmanna til þess að ráðgast um allsherjar-
þing ]>að fyrir alt ríkið, að undanskildu Iloltsetalandi.
og Lauenborg, er setja skyldi á stofn hina nýju stjórn-
arskipun með ]>ví að sémja grundvallarlög fyrir Dan-
merkur ríki, og skyldu ]>ing þessi rœða frumvarp lil
frjálslegra kosningarlaga, er kjósa skyldi eptir fulltrua
til hins fyrírhugaða grundvallarlagaþings, eða ríkisfund-
arins, sem svo er nefndur. Gildandi kosningalög til ráð-
gjafarþinganna voru nrjög ófrjúlsleg og einskorðuð, og
gátu ekki orðið notuð til þeirra kosninga. Alþingi var
ekki kvatt til setu, þó að ]>að ætti að öllu jafnan rjett
við hin ráðgjafarþingin, og er Islands að engu getið í
aúglýsingunni 4. apríl. Það verður ekkí með vissu sjoö
hvort Island hefir við ]>etta tækifæri alveg gleymzt þeim
herrum, sem um þetta fjölluðu, eða það hefir ekki þótt