Andvari - 01.01.1902, Side 23
17
ur ]jað ])ó fyrir áskorun fulltrúanna að setja fundinn,
og var nú tekið til að semja þingsköp. Loks hinn 10.
júli gat konungsíúlltrúinn lagt fram erindisbrjef sitt, en
frumvörp pau, sem leggja skyldi fyrir fundinn, vantaði
]»á enn nema eitt. Það hafði gleymzt hjá innanríkis-
ráðaneytinu að leggja þau innaní umslagið! Þau komu
])ó von bráðar með öðru skipi, og voru lögð fram 12,
júlí. Þau voru þrjú: frv. til laga um ákvarðanir nokkr-
ar áhrærandi siglingar og verzlun á Islandi, frv. til laga
uin stöðu íslands í fyrirkomulagi ríkisins og ríkisþings-
kosningar á íslandi, og frv. lil laga um kosningar
til alþingis.
15. júlí voru þingsköpin samþykt og voru þá kosnir
embættismenn fundarins, hinir sömu, sem kosnir höfðu
verið til bráðabirgða í fundarbyrjun; forseti varð Páll
Melsteð amtmaður, og varaforsetar þeir Kristján Krist-
jánsson þáverandi land- og bæjarfógeti í Reykjavík, síð-
ar ámtmaður norðan- og austan og Eggert Briem sýslu-
maður. Jafnframt var frumvörpunum skift milli þriggja
svo nefndra hlutfallsnefnda1 og tekið til óspiltra mál-
anna.
Það yrði of langt mál að skýra hjer ýtarlega frá
innihaldi frumvarpa þessara, og verður að skírskota til
„þjóðfundartíðindanna“ um það. Að verzlunarlaga-
frumvarpið var lagt l'yrir ])etta stjórnlagaþing, en ekki
alþingi, var í fullu samræmi við óskir Þingvallafundar-
ins 1850, enda var verzlunaróstandið vafalaust það mál,
sem ísland varðaði mestu, næst stjórnarfyrirkomulaginu,
og samflæktastvar viðstöðu þess í ríkinu og stjórnarlmgi
þess yíir höfuð. Frumvarp stjórnarinnar var spor í
rjetta átt, en hafði mikla galla; þjóðfundurinn ræddi
])etta stór-mál mjög ýtarlega undir framsögu Jóns Sig-
1 Þinginu var skift i 8 „lilutfallsuefndir" (oftir lilutkesti).
a