Andvari - 01.01.1902, Page 26
20
bæði lög og óbeinir skattar (tollar), sem ríkisþingið á-
kvæði, vera að sjálfsögðu gildandi á Islandi, skyldi ]>að-
an kjósa 4’menn til þjóðþingsins en 2 til landsþingsins.
í 49 frumvarpsgreinum eru svo reglur settar um kosn-
ingar lil binna dönsku Jiinga, og sjálfum grundvallar-
lögunum hnýtt aptan við sem fylgiskjali.
Konungsfulltrúinn lýsti því afdráltarlaust yfir, að
þingið hefði enga heimild til að ræða málið á öðrum
gi'undvelli en þeim, sem frumvarpið væri á bygt, og
engar tillögur, sem vikju frá þeim grundvelli, gæti kom-
izt að. Við fyrstu umræðu — sem einnig varð sú sein-
asta og einasta — urðu fjörugar umræður. Þeir Jón
Sigurðsson, Eggert Briem o. íl. sýndu skilmerkilega
fram á mótsögnina í því, að segja að grundvallarlögin
væru gildandi hjer, og leggja ]>au þó sem frumvarp fyrir
þjóðfundinn. Skírskotunin til konungalaganna var ýtar-
lega lirakin; það var sýnt,. liversu raugfært væri oröið
„ríki“ er ísland væri heimfært undir „Í)anmerkurríki“
því þó að Danmörk væri kallað konungsríki á sania
háttog Sljesvík og lloltsetaland væri kallað hertogadæmi,
þá væri hún að eins hluti úr hinu danska einvaldsdæini,
líkt og ísland. Svo var og skýrt rakinn rjettur og þörf
íslands til innlendrar stjórnar, og sýnt frani á, hve ó-
hentugt og í alla staði óhælilegt það fyrirkomulag væri,
sem uppá var stungið. En bitt skorti heldur ekki, að
raddir kæmu fram um það, að með þessu væri þó nokk-
uð unnið; það væri betra en ekkert; ]>j<>ðiix fengi ]>ó
nokkurtfje til umráða og nokkra sjá'lfsstjórn; væri betra
fyrir hana að byrja smátt og venja sig við að fara vel
með lílið, en færa sig svo heldur upp á skaptið síðar,
heldur en að eiga það á hættu að fá enga breylingu
fr'á því, sem þá var. A þessum fundi va'r nín manna
nefnd sett í málið, Jón Sigurðsson skjalavörður, Jón
Guðinundsson cst. sýslumaður, Eggert Briem sýslumað-