Andvari - 01.01.1902, Síða 27
21
ur, Hannes Stephensen prófastur, Kristján Kristjánsson
laiul- og beejarfógeti, Halldór Jónsson prófástur', Jósep
Skaptason læknir, Stefán Jónsson bóndi og Þórður
Svéinbjörnssón háyfirdómari, og var Jón Sigurðsson
framsögumaður nefndarinnar. Sömu mennirnir voru og
settir í nefnd í kosningarlagamálinu og 4 hinir fyrst-
nefndu höfðu einnig verzlunarmálið til meðferðar, eins
og jjeir í jángbyrjun höfðu samið þingsköpin. Það var
])ví eigi all-lítið starf, sem á ]>essa menn var lagt, og
er furða, hve miklu þeir gátu afkastað á þeim stutta
tíma, sem þjóðfundurinn stóð. Nefndin klofnaði skjótt
og voru S í meiri hluta, þar á meðul einn konungkjör-
inn þingmaður, sjera Halldór prófastur Jónsson, en i
minni Iduta varð Þórður Sveinbjörnsson háyfirdómari.
Meiri hlutanum var það þegar ljóst, að það var með
öllu ómögulegt að sameina frumvarp stjórnarinnar við
þarfir og rjett þjóðarinnar, þannig að unnt væri að bæta
úr göllum þess með breytingartiíiögum við frumvarpið.
Tóku þeir ])ví, þrátt fyrir yfirlýsingu konungsfulltrúans,
])egar að semja af nýju frumvarp til stjórnarskipunar-
laga fyrir ísland, og 4. ágúst höfðu þeir lokið starfi
sínu að fullu.
Frumvarp þetta og nefndarálit var, eins og ])jóð-
kunnugt er, skýrt og skorinort ogvelsamið; fylgdi það
í öllum atriðmn stefnu þeirri, sem Jóu Sigurðsson hafði
hent á árið 1848 og Þingvallafundurinn og hjeraðsólitin
- áðhyllzt í- öllu verulegu. Það var bersýnilegt á öllu, að
engrar tilslök,unar var von hjá þáverandi stjórn, og að
hún fylgdi ])ví fram með miklu kappi, jal’nvel með oddi
og eggju, að henni væri ekki mótmælt. Stiptamtmanni
höfðu verið lagðar fyrir svo strangar lífsreglur, að hann
gat ekkert til slakað, og fann væntanlega ekki heldur
hjá sjer neina köllun til þess. Það var því engin á-
slæða til að reyna neina málamiðlun eða millileið, og