Andvari - 01.01.1902, Page 35
29
á meSal, að þáð hefði verið talið erindi þeirra, að segja
honum upp trygð og hollustu;1 er svo að sjá sem til
orða hafi komið að þeir væri fangelsaðir, er þeir kæniu
til Hafnar, en ekki hafði ]io orðið úr því. Að öðru
leyti hafði sendiförin engan árangur annan en þann, að
konungur lofaði svari upp á ávarpið, þegar hentugleik-
ar leyfðu. — Svarið upp á ávarp þetta og liinar mörgu
bænaskrár víðsvegar af landinu, sem 2200 menn höfðu
undirskrifaö, eins og áður er sagt, kom 12. maí 1852.
Þar er þjóðfundinum sjálfum gefin <*11 sök á því, að
svo „illa hafi tiltekizt, að tilgangur sá, er fundinum
liafi verið stefnt saman í samkvæmt bréfi Voru 23. se]>t.
1848, var ónýttur“, og öllum óskum og kröfum meiri
hlutans um löggjafarþing, fjárveitingarvald og innlenda
stjórn er þversynjað með þeim ummælum, aö hvorki
sje nein heimild fyrir kröfum ]>essum, eptir ]>ví sem
staða Islands í ríkinu sje orðin, enda mundu þær á
hinn bóginn ekki verða Islandi nema iil óhainingju og
leiða til sundrungar liins danska veldis.
Þegar eptir þjóðfundinn ljet stjórnin til sín taka
á ýmsan hátt. Blöðin urðu að hætta að koma út, því
prentunar var synjað. Kristján Kristjánsson seni hafði
átt góðan þátt í störfum nefndarinnar, var settur frá
land- og bæjarfógetaembættinu með konungsúrskurði án
dóms og laga. Jón Guðmundsson varð að sleppa stöðu
sinni sem settur sýslumaður i Skaptafellssýslu, og var
amtmönnum bannað að setja hann í nokkurt embætti.
Þetta varð lil ]>ess, að hann gjörðist hlaðamaður og rit-
stjóri, er hann með miklum skörungsskap og dugnaði
hjelt fram yfir 20 ár; var hann, eins og kunnugt er,
jafnan einn meðal fremstu forvígismanna stjórnarharátt-
1 Skýrsla um sendiför J. S. og J. G. á konungsfund. Þjóð-
ólfr 1853, bls. (53.