Andvari - 01.01.1902, Síða 43
37
armálið milli íslendinga og Danastjórnar, barátta, sem
staðið hefur nálega lotulaust til þessa dags.
Islendingar vildu að vonum hafa þing sjer, i lcmd-
inu sjdlfu. ísland er svo ólíkt Danmörku og Islend-
ingar svo ólíkir Dönum, að hvorugur veit, hvuð hinum
hæfir. Konungi var send bænarskrá utan af íslandi
1837 og hann beðinn að gefa landinu sjerstakt j)ing, en
kónungur tók ])á |>að ráð, að kveðja 10 af embættis-
mönnum landsins til funda í Reykjavík annaðhvort ár.
Með jiessari embættismannanefnd var fenginn vísir til
jiings í landinu sjálfu, og jafnframt stigið fyrsta spor-
ið í heimastjórnaráttina. Fundarmenn áttu að ræða
landsins gagn og nauðsynjar, en fyrsti fundurinn (1839)
átti ])ó einkum að leggja á ráð um ]>að, hvernig kosn-
ingum á fulltrúum íslendinga á þing Eydana yrði hag-
anlegast skipað. Fundurinn gafst upp við það, og bað
konung að nefna til mennina. I þessum svifum andað-
ist Friðrekur 6. og Kristján 8., vitur muður og hinn
góðviljaðasti í garð Islendinga, tók við. Kristján kon-
ungur sá strax, að óskir íslendinga um þing í landinu
sjálfu voru binar sanngjörnustu, og skipaði Kansellíinu
með brjefi, dags. 20. uuú 1840, að leita álits næsta
fundar embættismahnanefndarinnar um það, hvort ekki
mundi vera vænlegast, að reisa hið forna aljiing upp
aptur, landinu til viðreisnar. Nefndin tók ]>essu merki-
lega konungsbrjefi að jiví leyti vel, að hún rjeð til að
stofnað yrði sem fyrst þing í landinu, en lagði hins
vegar til, að þingið yrði sniöið eptir ráðgjafarjiingum
Dana.
Alþing var síðan endurreist með tilskip.
8. marz 1843. Það átti að hafa sama vald og ráð-
gjáfarþingin dönsku, en með lilsk. 28. maí 1831 hafði
verið ákveðið, að fyrir þau skyldi loggja, til álita og
umsagnar, öll frumvörp lil laga, er snerti mannrjettindi,