Andvari - 01.01.1902, Side 46
40
Fundargjörðirnar sýna auk ]>ess framúrskarandi glögg-
skyggni á þaríir þjóðariunar. Þjóðfundurinn, 4. ]nngið
í röðinni e])lir endurreisn alþingis, beindi stjórnarskip-
unarmálinu í ]>að horf, sem þing og þjóð síðan hefur
haldið í, lengur en hálfan annan mannsaldur.
Eptir að nálega hvcrt þing hafði sent konungi
hænarskrár, er fóru í líka átt og ávarp þjóðfundar-
manna, vannst stjórnin loksins til að leggja fram á al-
þingi lcS67: „Frumvarp til stjórnarskipunarlaga handa
Islandi“. Frumvarpið hneig mjög að ])ví, að dragá Is-
land inn í sameiginleg mál Danmerkur, en um þau mál
átti danska löggjafarvaldið eilt að hafa atkvæði, og kon-
ungur einn úr að skera, ef ágreiningur yrði um, liver
mál væri sameiginleg. Þingið brevtti frumvarpinu víða
til batnaðar. Eptir stjórnarfrumvarpinu var „Island ó-
aðskiljanlegur hluti Danmerkurríkis“. Þingið hætti við,
að landið skyldi liafa „sjerstök landsrjettindi“. Þingið
taldi upp sjerstöku málin og skyldi landið i þeim hafa
löggjöf, dóma og stjórn út af fyrir sig. Fór svo frum-
varpið þannig lagað til stjórnarinnar. Stjórnin greij) þá
til ]>ess einkennilega og óvænta ráðs að rjúfa ])ingið,
og lagði síðan fyrir alþingi 1869 frumvarpið frá 1867,
og þó í 2 pörtum. Annar parturinn var nú kallaður
„Frumvarp um hina stjórnarlegu sti'iðu Islands í rikinu",
en hinn parturinn „Frumvarp lil stjórnarskrár um hin
sjerstaklegu málefni íslands“. Þingið hafnaði háðum
frumviirpunum og hjó i Jiess stað lil eitt frumvarp, likt
frumvarpi þingsins 1867, en stjórnin lagði það á hyll-
una, og lagði í þess stað haustið 1870 fyrir ríliisþing-
ið: „Frumvarp til laga um hina stjórnarlegu stöðu Is-
lands i ríkinu“. ÍFrumvarpinu hyrjaði vel í ríkisþing-
inu og var staðfest af konungi 2. janúar 1871. Það
efu stöðulögin, sem svo hafa verið kölluð.
1. gr. IVumvarps til laga, „um stöðu Islands í fyrir-