Andvari - 01.01.1902, Page 53
47
safn af' fulltrúum þjóðarinnar, verbur enda ekki sagt,
að }>að hafi fullan tillögurjett. Deildirnar ern, svo seni
kurínugt er 2, og ekkert getur orðið að lögum frá al-
]>ingi, nema báðar deildirrar samþykki, en nú hefur
stjórnin ráð yfir helmingi atkvæða í annari deildinni.
Það getur ])ví hæglega farið svo, að stjórnin geti, með
atkvæðum sinna kjörnu manna og fulltingi fulltrúa síns,
ónýtt hvert mál fyrir fnlltrúum þjóðarinnar. I rauninni
er löggjafarvald fulltrúaþings þjóðarinnar þannig ekki
annað en takmarkaðnr . tillögurjettur. Ráðherrann fer,
eptir 2. gr. stjórnarskrárinnar, með vald konurígs, lög-
gjafarvald hans ekki síður en annað vald. Af því sem
áður er sagt um löggjafarvald alþingis, mó segja að
ráðherrann ráði að nríklu leyti lögum og lofum í land-
inu. Hann hefur í rauninni hæði yfirtökin, hann hef-
ur synjunarvaldið innan ]>ings og utan. Það verður
]>ví eigi sagt, að stjórnarskráin hafi tekið heiðni Islend-
inga um fullt löggjafarvald handa ]>ingi þeirra mjöglið
lega. Og við líka er farið með sjálfdænríð, að því er
framkvæmdorvaldið snertir. Ráðherrann hefur það
með höndum, eins og löggjafarvald konungs.
Stjórnarskráin skyldar ekki með berum orðum ráð-
herrann tíl að sitja við hlið konungs, en af ákvæðum
2. og 34. gr., um verkahring landshöfðingja, má marka,
að ráðherramnn er þó ætlað að sitja þar. Hins veg-
ar segir stjórnarskráin fullum fetum, að ]>es,si voldugi
maður beri ekki áhyrgð á öðru en því, að stjórnar-
skránni sje fylgt, og þeirri áhyrgð hans er svo liátlað,
að mjög vafasamt er, hvort henni yrði fram konríð.
Það er óvíst, hvort hæstirjettur mundi taka við slíku
máli. Hann er ríkisstofnun, og ]>ví er vafasamt, livort
stjórnarskráin, sem að eins gildir um sjermálin, getur
skyldað hann til að takast slíkt starf á hendur. Hæsti-
rjettur er að vísu, eptir stöðulögunum, eptir sem áður,