Andvari - 01.01.1902, Side 69
ti3
lil valda. Þingþreíið gat ekki orðið til annars en þess
að teí]a framgang annara nytsamra mála. Þingið for
þó hinn veginn. Það tók málið upp aptur 1887, ó-
breytt að öðru leyti en því, að bráðabirgðalög áttu nú
að falla úr gildi, nema nœsta þing samþykkti þau. Þetta
ákvæði var tekið upj) lil ]>ess að girða íyrir það, að
stjórnin tæki fram fyrir hendurnar á þinginu. Frum-
varpið komst í gegnum neðri deild, en varð ekki út-
rætt í efri deild.
Svo kom þingið 1889 o.r með því „Miðlunin"',
sem svo hefur verið kölluð. Miðlunarfrumyarpið gjörði
eins og endurskoðunarfrumvarpið frá 1885 ráð fyrir
innlendri stjórn, landstjóra með ráðherrum, en jafn-
framt innlendu stjórninni gjörði það ráð fyrir annari
stjórn í Kaupmannaliöfn, konungi með ráðberra fyrir
Island. Konungur átti að skipa landstjóra, bann átti,
með takmörkunum þó, að geta goiið út bráðabirgðalög
milli þinga, og hans samþykki var nauðsynlegt til þess
að breyting yrði gjörð á stjórnarskipaninni. Að öðru
leyli átti laudstjóri í umboði og nafni konungs að fara
með bið æzta vald í sjermálunum, ásamt ráðberrum
sinum. Þó átti Kaupmannahafnarstjórnin að getaónýtt
staðfestingu landstjóra á bögum alþingis innan árs frá
birtingu þeirra, ef henni þætti ]iau „viðsjárverð sakir
sambands Islands við Damnörku“. Onýlingin átti að
gilda frá þeim tíma, er bún yrði kunn „á hverjum stað
fyrir sig’, þó hvergi síðar en 8 vikum eptir að búu
hafði verið birt á löglegan hátt. Endurskoðunarfrum-
varpið frá 1885 tók oflítið tillit lil Dana. Miðlunintók
allt ofmikið tillit lil þeirra. Hún setti í rauninni
tvennskpnar stjórn á laggirnar, y//rstjórn í Kaupmanna-
böfn og tmdirstjóvn í Reykjavík. Kaupmannabafnar-
1) Hjer er farið optir frumvarpi neði'i doildar.