Andvari - 01.01.1902, Síða 70
64
stjórmn lioí'ði haft fulla lagaheimild til að ónýta livort
einasta frumvarp, er komió hefði frá ])inginu, Hún
hefði alsstaðar getað smokkað sjer út úr haptinu, sem
frumvarjiið vijdi léggja á hana, ]iví sem sje, að lög ]>au,
er hún ónýtti, yrði að vera „viðsjárverð sakir sambands"
landamm. Þau orð eru svo óákveðin og teygjanleg, að
ekkert lmld er í ]ioim. Það er margskonar samband
milli landanna, auk stjórnarskipunarlega sambandsins:
viðskijitasamband, kennslumálasamband og þar fram
eptir götunum. Þetta íyrirkomulag hefði verið ]>ví
hættulegra, sem vjer engin tök hefðum haft á Kaup-
mannahafnarráðherranum, sem ]ió hefði Imft töglin og
hagldirnar yíir allri Iöggjöf voití. Að vísu gjörði frum-
varþið ráð fyrir ]iví, að alþinggæti kornið fram ábvrgð
á hendur Kaupmannahafnarráðherranum, en sú ábyrgð
hefði aldrei orðið annað en pappírsábyrgð. Ráðherr-
ann átti að vera búsettur í Kaupmannahöfn, og ]iví
hefði orðið að sækja málið á hendur honum fyrir dönsk-
uin dómenduin. Haún átti að taka laun sin úr ríkis-
sjóði, liann hefði orðið ókunnugur landi og lýð og í
engu < röið fyrir íslenzkúm áhrifum. Reyk javíkur stjórn-
in hefði getað orðið fullkomin undirlægja Kaupmanna-
tiafnarstjórnar að því, er til löggjafarmálanna hefði
komið. Auk ]iess liel'ði fyrirkomulagið getað leitt til hins
mesta glundroða í viðskiptum manna á milli, eí’ lög,
sem hefði verið búin að gilda i landinu fast að ári, allt
í einu hefði verið ónýtt. Jcg set svo, að landstjóri hefði
staðfest li'ig, er gjört hefði ófullveðja menn fullveðja, en
Kaupmannahafnarstjórnin follt þau úr gildi i síðustn
forvöð. Það hefði getað leitt til þess, að margir menn
hefði tapað miklu fje, Menn hefði skipt við ómynduga,
keypt af þeim eignir þeirra, en hefði svo orðið 'að skila
eignunum aptur, er lögin voru ónýtt og þá kannske