Andvari - 01.01.1902, Page 74
68
AðalákvæSi frumvarpsins, ákvæSi jiess um ]>ing-
setu ráðherrans, hljóðaði orðrjett ú ]>e.ssti leið:
„B,áðgja.fanum fyrir ísland skal heiwilt', vpgna embættisstöðu
sinnar, að sitja á aljiingi, og á hann rjett á að t.aka þátt i um-
ræðunum, eius opt og hann vill, en gæta verður hann þingskapa.
Báðgjafinn getur einnig veitt öðrum manni uinboð til að
vera á þingi við hlið jer' ogláta því i tje skýrslur þær, er virð-
ast nauðsynlegar. I forföllum ráðgjafa má veita öðiuni' manni
umboð til þess að semja við þingið“.
Hjer er ekki eiuu sinni gjört ráð fyrir sjerstökum
ráðherra. Maðurinn er að vísu kallaður „ráðgjafi fyr-
ir Island“, en ]>að hefur íslandsráðherrann allt af verið
kallaður, og hefur hann ]>ó allt. fram á þennan dag
jafnframt gegnt dómsmálaráðherrastörfunum dönsku.
Það hefði því vel getað svo farið, að dómsmálaráðherr-
ann hefði haldið áfram að vera Islandsráðherra.
í annan stað er ráðherranum ekki að sjálfsögðu
ætlað að kunna íslenzku. Það er gjört ráð fyrir ]>ví,
að hann megi haí'a mann „við hlið sjer“ á þingi, og í
]>ví sýnist liggja, að honum liafi ekki beinlínis verið
ætlað að kunna íslenzku. Hann hefur kannske átt að
vera danskur, altjend í bráðina, eins og stiptamtmennirn-
ir voru lengst af.
Ráðherranum var ekki gjört að sk'yldu að mæta á
þingi, homnn var að eins leyft að sitja þar. Það var
að vísu gjört ráð f'yrir því, að hann mæfti þar, nema
„forföll“ bönnuðu, en sii takmörkun var aðeins í orði
kveðnu, því að hann átti sjálfur að skera úr, hvað
væru „forföll“ og hvað ekki. Og þættist hann hafa
„forföll“, gat, hann sett livern óvalinn mann, sem hann
vildi, í sinn stað.
Tilgangur frumvarpsins hefur líklega verið sá, að
hæta úr þeim mikla agnúa á lagasmíð vorri, sem leitt
3) Auðkeimt af liöf.