Andvari - 01.01.1902, Síða 86
80
nýju stjórn. Hins vegar lieí'ði engu verið tapað, þótt
tilraunin liefði ekki tekizt.
En er ]»að varð einsýnt, að Hafnarstjórnarflokkur-
inn ætlaði sjer að ganga inilli hols og höfuðs á heima-
stjórnarstefnunni, varð að tjalda ]>ví, seni tii var. Þann-
ig varð til frumvarp heimastjórnarmanna, er kallað
hefur verið 10 manna frumvarpið. Það er, að Kau]>-
mannaráðherranum undanskildum, mjög svijiað frum-
varpi ]>ví, er Benedikt Sveinsson bar fram 1881 og 1883.
VII,
Frumvarp heimastjórnarmanna fór fram á allt hið
sama og frumvarp Hafnarstjórnarmanna, og ]>ó feti
framar í flestum sameiginlegum ákvfieðum. Þannighöfðu
heimástjórnarmenn áskilið, að veita mæt.ti konum kosn-
ingarrjett til al]>ingis. Þeir linuðu kjörgengisskilyrðin
til alþingis, ákváöu að konungur ga>ti ekki geíiö ráð-
herrunum upp sakir nema með samþykki neðri deildar.
Eptir Hafnarstjórnarfrumvarpinu gat konungur gefið ráð-
herranurn ]>au' sakir upp, er hæstirjettur kynni að hal’a
dæmt hann í, cptir að ^íðherramun hefði þóknazt að
samþykkja refsilög á sjálfan sig. Heimastjórnarmenn
áskildu, að ráðherrann skyldi mæta á þingi, nema „sjúk-
dómur eða önnur slík forföll“ bönnuðu. Það var og
tekið fram, að ráðherrann mætti eigi fela embætti silt
öðrum en þeim, sem embættisgengir væri á Islandi o.
s. frv.
Auk þess fór heimastjórnarfrumvarpið ]>ví fram,
að ráðherrann, maðurinn, sem fer með löggjafarvald
konungs og framkvæmdarvald, skyldi eiga héima í land-
inu, að hann skyldi taka laun sín úr landsljóði or/ bera
ábyrgð gjörða sinna fyrir innlendum, pólitískum dómi.
Búsetukrafan tryggði þjóðinni kunnuga stjórn og hin á-
kvæðin tryggðu henni i’ull tök á stjórninni.