Andvari - 01.01.1902, Síða 122
116
mundi hafa vcitt ])cim ]iœr allar, með ]iví skipulagi, sem
bezt mátti verða, ef þeir hefðu allir verið sammála.
Það var Islands mesta óhamingja á hinum síðustu ár-
uin, hve seint vinstrimenn komust hér að vftldum;
hefðu þeir komið lil valda sex eða sjft úrum fyr, þá
hefðu íslendingar komizt hjá-allri sundrung og niður-
lægingu, og ]»á hefðu þeir eigi orðið sér lil háðungar
,og athlægis í stjórnarskrármálinu.
Sundrungin og pólitiska vanvirðingin hófst á Islandi,
þegar Háfnarstjórnarfrumvarpið var flutt inn á þing
1897. Dr. Valtýr Guðmundsson harðist fyrir þvi með
ftllum dug síUum og seiglu, og ]>að sem verra var, —
haun skýrði eigi rétt frá málavfixtum. Ef hann hefði
sagt satt frá frumvarpinu, eins og hinn íhaldssami ráð-
gjafi íslands gerði við V. G., þá hefði hann aldrei unn-
ið svo marga fylgismenn. Það á að vera ]>jóðkunnugt
á Islandi, að ráðgjafi Islands sagði þegar i upphafi við
V. G„ að breytingar þœr á stjórnarskipun Islands,
sem V. G. flutti síðar inn á þing, fceru i andsiceða
átt við allar óskir Islendinga að undanförnu og að
Island ynni ekkert við það, þótt þœr kcemust á.
Ráðgjafi þessi vildi Ijelzt enga stjórnarskrárbreyt-
ingu gera, en frá hans hálfu var eigi neitt á móti ]>ví,
að íslendingar gæfu upp ]>að litla sjálfsforræði, sen;
þeir hftfðu fengið, í hendur ráðgjafa (undirráðgjafa) eins
í ríkisráðinu, ef þeir vildu og ef ríkisþingið vildi veita
fé til þess að koma slíkri breytingu á.
Dr. V. G. bauðst til og hað um að mega flytja
slíkt frumVarp í sínu eigin nafni inn á þing og eptir
það var frurnvarpið samið undir forsjá og fyrirskipun
þáverandi ráðherra íslands, ráðherra Rumps; er því
réttast að kenna það við hann, því hann var hfifundur
þess, eða við ]>á Vallý Guðmundsson báða, ]>ví Valtýr