Andvari - 01.01.1902, Page 127
121
vinstrimannastjórnina, að vcita Islandi önnnr meiri og betri
réttindi en ]>au, er frumvarpið fór fram á. Erfitt yar
]>aö einnig fyrir sendimann heimastjórnarmanna að greiða
úrmálinu, er svona var komið. I stað ]iess að ]>jóðin fyrir
faum árum stóð upprétt í stjórnarskipunarmálinu og
gat frjáls og djarfmannlega borið fram kröfur sínar um
heimastjórn og réttarbætur, var hagur hennar nú orð-
inn þannig, að hún varð að fara bónarveg og einungis
minni hluti hennar Jeemur og biður um heimastjórn,
en meiri hlutinn berst á móti.
Þetta var ávöxtur valtýskunnar.
Viturlega fór ]>ví Hannes Hafstein hér að við
stjórnina, — hann, sem ásaint Lárusi Bjarnasyni talaði
bezt allra jiingmanna fyrir frelsi íslands á síðastá þingi,
— þá er hann lagði alla áherzlu á ]>;>ð eitt, að fá hinu
mest varðandi ákvæði um að stjórn íslands yrði í Km-
höfn, höfuðákvæði valtýskunnar, breytt jiannig, að rdðgjafi
landsinsog ráðaneyti yrðibúsett ílandinu sját/'MfReykja-
vík). Hann lýsti ]>vi þegar yfir, að heimastjórnarmenn
hefðu að eins stungið upp á tveim ráðgjöfum í þeim
tilgangi, að ]>á yrði hægra að koma á samkomulagi, en
að öðrum kosii kysu heimastjórnarmenn heldur að liafa
einn sjálfstæðan ráðgjafa búsettan á Íslandi.
Valtýr Guðnnmdsson var eigi heldur aðgerðalaus.
Hann barðist á móti lieimastjórn, ba3ði munnlega og
skriflega, eins og hann var vanur. En nú gat hann
eigi komið nafnlausum greinum í blöðin um heimastjórn-
armenn eins og áður, heldur var honuin vísað l'rá með
greinar, þótt nafn væri undir þeim, enda voru þær mjög
skömmóttar.
Sem dæmi upp á ]>að, hvernig dr. V. G. hamaðist
á móti ])ví, að Island fengi lieimastjórn, er framkoma
lians í Stúdentafólaginu danska 80. nóvbr. f. á. Grein-
ar hans, er út komu 2. desbr. s, á. numu líka standa