Andvari - 01.01.1902, Síða 135
129
]iú rneð ] »vi smátl og' smátt og smátt að eta sig inn í
löndin, eins og margir héldn í fyrri daga. ÞaS sjá allir,
að binir eiginlegu firðir eru náskyldir dölunum, áfram-
hald þeirra og að öllum líkindum myndaðir á sama
liátt, ]»ar af leiðir líka, að firðirnir hljóta áður að hafa
verið fyrir ofan sævarmál, ]>ví ekki þekkja menn neitt
afl, sem getur holað út langa og djúpa ála eða farvegi
á mararbotni. Firðirnir standa líka eins og dalirnir í
nánu sambandi við afrennsli og hæðahlutföll landa þeirra,
sem ]>eir eru tengdir við. Firðir sýna, að strönd liefir sigið
og haf stigið, þar sem þeir eru, svo sjórinn hefir gengið inn
í dalina. Þar við er ]>ó að athuga, að firðirnir mundu,
ef ekkert annað hefði tálmað, hafa orðið gi-unnir eða
hálffylltir af árburði, ef landið hefði sigið liægt og hægt,
því þá hefði leir og leðja, sandur og möl úr ám og
lækjum sezt þar að, meðan dalbotninn var að fyllast af
sjó. Þessu cr ]>ó eigi svo varið, meginfjöldi fjarða er
ínjög djúpur og stundum byldýpi i þeim innarlega, þó
grunnt sé fremra. Þetta hafa menn reynt að skýra
fyrir sér á þann hátt, að jöklar hafi gengið út fjarðar-
dalina á isöldu’og fyllt þá, árburður gat þá eigi safn-
azt í dalbotnana, möl og grjót úr fjöllunum datt ofan
á skriðjiikulinn og mjakaðist með honum burt, en dal-
urinn undir ísnum liélzt breinn og fágaður. llið milda
dýpi fjarðanna segja menn sé jöklunum að kenna, þeir
líafa grafið sig niður í dalbotinnu, þar sem kraptur
þeirra var mestur, sakir halla, þunga og áþrýstings frá
aðaljöklinum bak við, en í fjarðarmynni tók sjórinn við,
lypti uudir jökulsporðinn og dró úr krapti hans, þar
féll grjót og möl til botns, er jökullinn bráðnaði undan,
og svo mynduðust þvergirðingar og hryggir í fjarðar-
niynni. Eigi vilja ]>ó allir jarðfræðingar fallast á ]>essa
skoðun, þeir játa reyndar, að jöklar verndi dali þá og
firði, er ]>eir fara um, fyrir Iausagrjótssafni, en ]>eir
9