Andvari - 01.01.1902, Page 136
130
mótmæla því, að jöklar geti grafiS sig niður í fast berg,
lmfa mörg rök veriS færS með og móti og eru menn
enn ekki komnir að fullvissri niðurstöðu. Þó má geta
þess, að menn á engan annan hátt geta skýrt fyrir sér
liið mikla (lýpi innarlega í fjörðum, jtví ekki jiekkja
menn neitt annað afl, er geti grafið niðnr slíkar hvilftir.
Á sumum stöðum hafa mehn haldið, að nokkur hluti
fjarðarbotns hafi sigið meir en annarsstaðar, en þó það
kunni að vera rétt á stöku stað, þó getur það ómögu-
lega átt við allstaðar. Að svo stöddu verða menn því
að ætla, að jöklar liafi graíið niður grófir þær, sem
eru svo almennar í fjörðum. Hinn frægi jarðfræðingur
J. Dana benti 1849 fyrstur á, að firðir finnast ein-
göngu þar, sem jöklar liafa áður verið, en seinna var
það skoðun ýmsra fræðimanna, að jöklar hel'ðu því
nær eingöngu myndað dali og firði, en nú eru menn
aptur komnir niður af því; ménn hafa séð, að aðalaíl
það, sem skapað hefir dalina er vatnsrennslið og þorri
dala er miklu eldri en ísöldin. Það hefir verið sann-
að, að myndun* sumra dala, sem enn eru til, hefir byrj-
að á krítartímabili, og flestir dalir í fjallöndum Norður-
álfu eru orðnir til á „tertiera“-tímanum, en hafa síðan
stækkað og dýpkað.
Utlend hersldp, dönsk og frönsk, hafa smátt og
smátt mælt dýpi allmai’gra íslenzkra fjarða og dýpi
hafsins kringum Island. Mesl hefir þó verið starfað í
þessa átt á hinum seinni árum, síðan Danir á hvérju
sumri fóru að senda sérstök skip til mælinga, og á
leiðangri þeim, sem danska stjórnin gerði út á árununi
1895—96 með herskipinu Ingólfur undir forustu C. F.
Wandels admíráls, fékkst mikil fræðsla um sjóardýpi
og allt eðli hafsins kringum Island. Með þessuin rann-
sóknum hefir nú fengizt allnákvæm þekking um lögun
yfirhorðsins á sævarhotni nærxá Islandi, einkum þó