Andvari - 01.01.1902, Síða 137
131
við Austfirði. Á íslenzku liefir, ]m8 eg veit, aldrei verið
ritað neitt í samanhengi um firði á Islandi og dýpi
’þeirra og heldur eigi um sævardjúp kringum landið og
grunnsævi.1 Eg ímynda mér því, að sumuiri þyki fróð-
leikur i að fú dálitla vitneskju um þessi efni, sem eru
oss svo nákomin, og mun eg því í þessa grein setja
stutta yfirlitslýsingu íslenzkra fjarða2 og verður þá ekki
hjá því komizt til skýringar að telja upp firðina og
nefna ýmsar tölur. Jafnframt munum vér skoða firðina
frá jarðíræðislegu sjónarmiði til þess að gera oss grein
fyrir uppruna þeirra, að svo miklu leyti, sem hægt er,
eptir gögnum þeim, sem fyrir hendi liggja.
Um firði og flóa á Islandi hefir hehlur ekki verið
ritað ncitl að mun á útlendum málum. Islenzkir firðir
hafa alls eigi verið rannsakaðir af jarðfræðingum, og
umsagnir hinna eldri jarðfræðinga um myndun þeirra
eru því o])tast út í bláinn, hver segir það, sem bezt á
við hugmyndir hans um myndun landsins, án þess að
rökstyðja mál sitt. Krug von Nidda, sem ferðaðist á
Islandi 1838 var þeirrar skoðunar, að „trakyt“-belti lægi
yfir Island þvert, og að „trakyt“-gosin um miðbik lands-
ins hefðu halið landið úr sæ. Það sýndi sig fljótt, er
menn tóku nánar að rannsaka jarðfræði Islands, að
skoðanir þessar hafa ekki við neitt að styðjasl. Ivrug
von JStidda ætlaði, að firðirnir hefðu myndazt á þann
hátt, að gjár og glufur rifnuðu inn í randir landsins, er
1) í Norðjmfara XI. 18T2 bls. 29—30 er prentuð skýrsla um
dýptamælingar ým'sra oyfirzkra slcipstjóra, er stikað höfðu djúp
tyrir norðan land. í Timariti bókmenntafélagsins I, 1880 bls. 65
—91 er ýmislegt um eðli sævarins nærri íslandi eptir rannsókn-
um 1876—79, en litið or þar um sævardýpi.
2) Um sama ofni hefi eg skrifað ritgerðina „Islandsko Fjorde
og Bugter“ í „Dansk Geoggafisk Tidskrift“ XVI. 1901 bls. 58—
82—4to moð uppdráttum. Par er og vitnað i öll lieimildarrit.
9*