Andvari - 01.01.1902, Page 143
137
trog í laginu, en milli eyjanna í mynni lians er mjiig
grunnt: ]iar er aðeins einn áll, sem nokkuð kveður að
norðan til í fjarðarmynninu (Röst). Dýpt Gilsfjarðar
hefir ekki verið mæld, en ]>ar kvað vera mjög grunnt.
Surtarbrandslögin í fjöliunum beggja rneginn við þessa
íirði gefa visbendingu um, hvernig ])eir eru myndaðir.
Sunnan við Hvammsfjörð ballast blágrýtislögin niður
að firðinum og eius surtarbrandurinn, bann kemur þar
fram nærri fjörumáli: en norðan fjarðar er hánn bátt
uppi í fjöllum og hallast ]»aðan niður að Gilsfirði, en
fyrir norðan Gilsfjörð er brandurinn aptur komiriu bátt
upp í fjöll og ballast jiaöan niður að Steirigrimsfirði.
Surtarbrandurinn hefir upprunalega allur myndazt ;i
sömu hæð og verið í láréttu lagi á sama móti í blá-
grýtinu, en svo hefir landið kubbazt í sundur og spild-
ur ])ær sígið, sem nú eru undir fjörðunum.
Smáfirðir ])eir, sem frá Breiðafirði ganga inn í
Snæfellsnes, eru allir fremur grunnir. Grundarfjiirður er
dýpstur, 12—18 faðmar um miðjuna, en í mynni eru
sker og 5—8 faðmar milli þeirra. I Kolgrafarfirði er
enginn hryggur í mynni, en fjarðáfbotninn smáhallast
út eptir, dýptin er að meðaltali 8—9 faðmar, en áll í
miðju, 11—13'íaðma djúpur. Alptafjörður hefir eigi
verið mældur, en hann er mjög grunnur og nokkur
hluti hans er þurr um fjöru. Norðan úr Breiðafirði
skerast margir firðir inn í Barðastrandarsýslu, einkiun
á svæðinu frá Brjámslæk að Reykjanesi og eru sérstak-
lega hópaðir saman í Múlasvcit og Guíudalssveit. Því
miður hafa firðir ])essir enn ekki yérið mældir, en nokk-
uð liefi eg fengið að vita um dýpi þeirra bjá nákunn-
ugum mönnum, er búa þar í grennd. Allir eru firðir
þessir smáir, I 2 inílur á lengd, nerna Þorskafjörður
sem er þriggja mílna langur; þeir eru mjóir, brölf fjöll
á báða vegu og miklu meira dýpi um miðjuna en í