Andvari - 01.01.1902, Side 144
138
mynni þeirra, og ]ió er Breiðifjörður fyrir utan |)á enn
]>á grynnri; firöir ]>essir eru djúpar hvilftir skafnar nið-
ur í blágrýtið. Breiðifjörður er fyrir utan firðina að
eins 8—9 faðinar á dýpt, en inni í þeim heíir fundizt
80—90 faðma dýpi. Vatnsfjörður er vestastur, þar
hafði Flóki Vilgerðarson vetrarsetu, sem kunnugt er; í
dalnum upp af firðinum er djúpt vatn og fyrir framan
]>að ísnúið berghapt og ofán á því jökulgrjót frá ísöldu;
í fjarðarmynni eru blágrýtissker, en um dýptina hefi eg
eigi getað fengið upplýsingar, líklega er hún meiri í
miðju en framar. Kjálkafjörður er um opið 15 faðma
djúpur, en um miðjuna yfir 40 f. I Kerlingarfirði kvað
vera 90 faðma dýpi um miðju og 80 f. í Skálmar-
firði að vestanverðu, og er þar djúpur áll fram með
hlíðinni; sprungur eru þar í fjöllum inn af firðinuin í
sömu stefnu. í Kvígindisfirði eru sker oghólmar í mynn-
inu, eins og í öllum hinum fyrgreindu fjörðum. Kolla-
fjörður er grnnnur innst, en 00 faðma áll í miðju og
svo aptur grynningar í fjarðarmynni. Frá Skálanesi
gengur hryggur neðansævar yfir að Reykjanesi fyrir
mynni Þorskafjarðar og brýtur stundum á honum um
fjöru. Fyrir innan hrygginn er dýpra, þó eru Djúpi-
fjörður og Gufufjörður grunnir, en í Þorskafirði er
langur og djúpur áll, sem heitir Alfavakir. Fjöllin kring-
um alla þessa firði bera það með sér, að þau fyrrum
hafa verið jöklum hulin og hafa þeir mjög núið kletta
og hlíðar; sjást hér mjög víða glöggar ísrákir, bæði efst
á fjallahryggjum og á klettnm og skerjuin í fjörumáli.
Isaldarruðningur er þar allmikill og afárstórar skriður
liafa fallið úr hlíðunum, eru sumar svo stórar, að varla
getur hjá ]>ví farið, að landskjálftar hafi koinið þeim af
stað. Fjallstangarnir milli fjarðanna eru sumir undar-
lega lagaðir og eru svipaðir skipum á livolfi og skafnir
að utan. Næst meginlandinu eru tangarnir sumir ör-