Andvari - 01.01.1902, Side 145
139
lágir, svo |)ar cni lág eiði, en liá fjöll fyrir framan;
Múlanesið er t. d. 1G00 feta hátt, en eiðið, sem tengir
það við meginlandið að eins 100—200 fel á hæð.
Fjöll eru hér <">11 úr blágrýti og hallast lögin 3—5° nið-
ur að Breiðafirði; það er eigi ólíklegt, að fjallstangarnir
allir milli fjarðanna hafi upprunalega skilizt frá megin-
landi af bogadreginni sprungu, sem stendur þvert á
dala- og fjarðastefnuna, sjást sumstaðar í fjöllunum
sprungur, sem benda á þetta og sumstaðar heitar u]>]>-
sprettur. Auk þess sjást við suma firði t. d. Skálmar-
fjörð, Kvígindisfjörð og Kollafjörð gamlar sprungur í
fjallshlíðum og hjallamynduð brot jafnhliða fjörðumim
og ganga þær sprungur, eins og geislar inn að rönd
sprungubogans bak við firðina. Ar og lækir liafa í
fyrndinni smátt og smátt holað út grófir þessar og gert
úr þeim dali, en síðan liafa jöklar á ísöldu sett smiðs-
höggið á, grafið niður fjarðardjúpin og sett þann svi]>
á landslagið, sem nú er. Allstaðar í Barðastrandarsýslu
inn að Gilsfirði liallast blágrýtislögin niður að Breiða-
firði og eins surtarbrandurinn milli þeirra og bendir
þetta meðal annars til þess, að landspildan undir Breiða-
firði hefir sígið á „tertiera“-tímanum, eins og botn
Faxaflóa. Eg hefi í öðrum ritgjörðum bent á, að Suð-
urlands-undirlendið hefir sígið frá fjöllunum á svipaðan
liátt, eins og Breiðifjörður og Faxaflói, svo hér hafa
þrjár grófir gripið inn i meginlandið, Breiðifjörður heflr
sígið mest og er líklega elztur, Suðurlandsundirlendið
minnst, svo ]iað er allt ofansævar og er líka lang
yngst.
Vestfirðir eru eins og sérstakt land fyrir sig og á-
kaflega vogskornir, einkum að norðvestan; dalir og firð-
ir ganga eins og æðar út frá hæstu bungunum og sker-
ast þverhnýpt niður gegnum blágrýtishlöðin, sem rísa
eins og veggir upp frá sjónum. Komi maður upp úr