Andvari - 01.01.1902, Síða 146
140
fjarðardölum upp á heiðar, verða fyrir manni grýttar
tlatneskjur, urðir og klappir; hálendi jictta er nœrri al-
veg gróðurlaust með snjósköílum á við og dreif; ]>ar
ber ekki á néinum skorum eða gljúfrum, firðir og dal-
ir hverfa og augað eygir ekki annað en grjótauðnir,
])angað lil ferðamaðurinn allt í einu kemur fram ábrún-
ina á þverhnýptri hamrahlíð, og sér djúpa dalskoru fyr-
ir neðan sig og sævarkvisl, sem teygir sig í bugðum
lanat inn á milli þverhníptra bjarga. Þar sést glöggt,
að firðirnir eru ekki annað en vatnsfylltir dalir. Pat-
reksfjörður og Tálknafjörður* syðstu firðirnir, hallast út
eptir, en eru í við dýpri um miðjuna; dýpi þeirra er 16
—35 f., eu fyrir utan þá báða er breiður hryggur neð-
an sævar með 16—20 f. dýpi. Arnarfjörður lietir ver-
ið mældur en eigi Suðurfirðir. Innst er Arnarfjörður
mjög djúpur; fyrir framan Dynjanda hefir fundizt 60
faðma dýpi og milli Auðkúlu og Langaness eru 54
faðmar, svo grynnkar út eptir og úti hjá Lokinhömr-
um er í fjarðarmynninu 28—34 f. dýpi og utar jafnvel
að eins 20 f. Botn Dýrafjarðar hallast jafnt út eptir
(15—24 f.), .þó er lillu grynnra í mynninu (13—18 L).
I Onundarfirði er líka jafn halli (12—24 f.) og enginn
hryggur í fjarðarmynni. Súgandafjörður hefir eigi ver-
ið mældur.
ísafjarðardjúp með öllum aukafjörðum og kvíslum,
er hinn mesti fjarðaklasi hér á landi. Aðalfjörðurinn
er fremst, úr Stigahíið í Rit 3 mílur á breidd, en lengd
Iians inn í botn er rúmar 10 mflur. Jökulfirðir eru að
eins kvísl úr Isafjarðardjúpi og eru hér taldir með því.
I Djúpi cr dýptin hið innra frá Arngerðareyri að Mel-
graseyri um 40 faðmar, síðan 50—60 f. út fyrir Æðey,
en misdýpi er þar töluvert; síðan gengur breiöur áll út
eptir miðjum firðinufn með 65—70, 77 og mest 80
l'aðrna dýpi, en fyrir utan Bolungarvík verður aptur